Færsluflokkur: Bloggar

Farin aftur!

Hér með er ég flutt á mitt gamla blogg í bili. 

Þakka mínum ágætu bloggvinum viðkynninguna og held áfram að kíkja á ykkur þótt ég skrifi ekki hér eins og er. 

Svo er frúin með viðveru á Fésbókinni og tekur ljúfmannlega við samskiptum þar.

Kveðja,

Þórdís

 


Komin aftur!

Gleðilegt ár gott fólk og frúin er loksins mætt aftur á svæðið.

Verulega annasamur tími að baki, jólatörnin í vinnunni, jól, áramót og tilheyrandi svo maður minnist ekki á líflega og óvenjulega tíma í þjóðfélaginu.  

Ég byrjaði nýja árið á því að fá bronkítis uppúr kvefnefnunni sem ég var með fyrir áramót og er að hósta upp blárestunum af þeirri heldur ömurlegu og sóðalegu útgerð.

Hins vegar tók ég þá meðvituðu ákvörðun um daginn að vera bjartsýn.  Sama hvað gengur á.  Bara bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og segja við sjálfa sig að maður sé bjartsýnn.  Virkar hingað til að minnsta kosti.  Ég held að það sé bráðnauðsynlegt að leyfa sér ekki að að vera með svartagallsraus og niðurrifstal en maður hefur séð allt of mikið af slíkum umræðum á netinu.  Þetta eyðileggur andlega heilsu og baráttuandann og bugað fólk byggir ekki mikið upp.  Þetta er að minnsta kosti þau gildi sem ég brúka í bili og ég ætla að brúka þau þótt ég þurfi að fara héðan, slypp og snauð, veifandi landinu mínu bless úr Norrænu!Wink

En ekki þar fyrir, mér finnst fullkomlega fráleitt og óásættanlegtað fólk hrekist brott af landinu sínu útaf nokkrum sjálftökupungum sem kunnu sér ekki hóf og virðast vera gjörsamlega siðblindir.  Hér á heimilinu hefur verið stungið upp á vist fyrir viðkomandi í Guantanamo, plássið er að losna, er á sólríkum og góðum stað og í sama heimshluta og allar eyjurnar sem geyma gróðann.  

Einnig hefur verið lagt til að  senda menn sjóleiðina til Færeyja og gá hvort Færeyingar taki þá ekki um leið og grindhvalina.  Ég meina er þetta ekki svona eins og japanska úrvalsnautakjötið sem JÁJ var með í brúðkaupsveislunni sinni og seldi svo restina í Hagkaupum.  Gaurarnir búnir að drekka bjór og fín vín. Fengið besta fóður sem völ er á.  Örugglega nuddaðir líka eins og nautgripirnir og kjötið án efa léttreykt af dýrum vindlum.  Svo hafa þeir hlustað á allskonar tónlist, eins og nautin.  Að vísu Elton John, Duran Duran og Tom Jones en kannski kemur það ekki að sök.

Það þarf vonandi ekki að taka það fram að ég er að grínast. 

Annars er góða fólkið talsverðir innipúkar um þessar mundir í þessum leiðindakulda og allir fjölskyldumeðlimir (fyrir utan köttinn) hafa lýst eindregnum vilja til að liggja í híði til vors.

Ég lofa að það verður styttra í næstu færslu, er farin að gera (næstum því) allt það sem hefur setið á hakanum síðan í nóvember! 

Hafið það gott! 

 


Aldrei nóg af vitleysunni

Ég er í miðjum klíðum að taka til í vinnuherberginu mínu, henda gömlu drasli og flokka pappíra. Fann þennan einstaklega "snjalla" kveðskap sem ég líklega sett saman sjálf. Njótið:

Þrúður trúður
var með hrúður
eftir lúður.


Ég bara varð...

 

 


Aðeins að rétta úr kútnum.

Jæja, kannski aðeins að rofa til í stormasömum heimi. Vonum það í það minnsta.

Það er aðeins farið að örla á jólaskapi hjá frúnni og það kom eiginlega með látum hér í vikunni. Kollegi minn var að vinna það verkefni að gera við gamla snældu og átti síðan að setja hana yfir á geisladisk. Þegar hún var sett í gang kom í ljós að á henni var talsvert magn af jólalögum sem einhver hefur haft fyrir því að taka upp úr útvarpinu og saman á spólu. Já, börnin mín, fyrir tíma ipodda og þess háttar lúxustækja. Og þetta voru semsagt lögin sem maður hélt upp á þegar maður var krakki. Þið vitið, Ómar Ragnarsson, Ellý og fleira. Og með þetta í bakgrunninum var ég allt í einu komin í syngjandi jólaskap! Venjulega á þessum tíma árs er ég að kafna úr stressi. Það er svo sem að láta á sér kræla en gaman samt.

En hér á heimilinu eru menn aðeins að klóra sig fram úr "Landsgjaldþrotsþunglyndinu" sem mér sýnist að herji á flesta landsmenn. Hulda tekur stórum framförum í tali og sérstaklega í skýrleika. Ég fór með hana á miðvikudaginn í klippingu og þegar hún var að fara út, rauk hún til baka og kallaði hátt og snjallt: "Takk fyrir klippinguna! Sjáumst seinna!"

Hins vegar verð ég að flytja þær fréttir að ég er fallin á bindindinu. Það er að segja, kókbindindinu. Eitthvað hlaut undan að gefa í kreppunni og þarna brast eitthvað. Ég drekk þó ennþá vatn í akkorði og ekki ropvatnið nema til tilbreytingar svo ég er nú ekki komin alla leið í sollinn!Wink

En nú er komið að þeim merka degi þegar ég flyt rusl út úr vinnuherberginu mínu og sný því við. Það er geigvænlegt verkefni svo hugsið vel til mín!

Góða helgi! 


Ljóð

Eftirfarandi ljóð sendi mamma mér einhvern tímann um árið áður en hún dó.  Ég leyfi mér að birta það hér í minningu annarrar góðrar konu. 

 

Do not stand at my grave and weep,

I am not there, I do not sleep.

I am in a thousand winds that blow,

I am the softly falling snow.

I am the gentle showers of rain,

I am the fields of ripening grain.

I am in the morning hush,

I am in the graceful rush

Of beautiful birds in circling flight,

I am the starshine of the night.

I am in the flowers that bloom,

I am in a quiet room.

I am in the birds that sing,

I am in each lovely thing.

Do not stand at my grave and cry,

I am not there. I do not die.

Mary Elizabeth Frye (1905-2004)

 

 orchid 


Ég hef verið orðlaus...mikið til.

Það er víst langt um liðið síðan ég skrifaði enda hefur lífið verið með miklum hamförum síðustu tvo mánuði hjá okkur sem hjá öðrum. Fólkið í kringum okkur er að fást við ýmsa erfiða hluti og svo á fimmtudaginn urðu tvö bílslys sem snertu fólk í lífi okkar. Fyrir mikla guðs mildi fór betur en á horfði í báðum tilfellum og það setur í rétt samhengi peninga og stjórnmálanuddið sem annars liggur eins og mara á allri þjóðinni.

Hvað get ég sagt? Ég hef, eins og flestir býst ég við, sveiflast á milli þess að vera leið og fjúkandi reið. Seinna ástandið er skárra því þá hefur maður margfalt meiri orku til að gera hluti. Þegar verst lét dreymdi mig manndráp og blóðsúthellingar nokkrar nætur í röð og maður vaknar svolítið skringilegur á morgnana út frá svoleiðis draumum. Held annars að Hollendingar hafi helst fengið að kenna á bræðinni (NB í draumunum). En það er annars farið að sjatna í manneskjunni og síðustu nætur hafa verið mun þolanlegri.

Annars höfum við brúkað klassísk meðöl til að hressa fjölskylduna við og höfum verið að horfa á Friends í akkorði, nokkuð sem við höfum í bakhöndinni á álagstímum. Meira að segja Hulda er orðin húkkuð og bað feimnislega í gærkvöldi að sjá Vini.

Þess utan hefur lífið gengið sinn vanagang og nóg að starfa á öllum vígstöðvum. Það stórafrek er að nást að koma þvottahúsinu í starfhæfara form og núna er ég að þvo allt furðusmádraslið sem safnast alltaf neðst í þvottakörfuna. Þið vitið stakir sokkar í skrítnum litum, föt sem eru úr litum og efnum sem geta ekki farið með öðru og furðulegir inniskór sem alltaf átti að þvo. Er ekki til neitt gott samheiti yfir þetta?

Að lokum: þið gætuð gert margt vitlausara en að fjárfesta í nýja disknum hans KK. Hann er góður fyrir sálartetrið og pottþéttur út í gegn.

Hafið það gott


Fyrir bankamenn og hvekkta alþýðu

 


Í tilefni dagsins...

...ákvað ég að klæða mig upp í fínan svartan kjól.
Það er ekki á hverjum degi sem eignir manns skreppa svona hressilega saman!
En stóra málið er þó að þær eru þarna ennþá þótt í smækkaðri mynd séu.

P.S: Ekki hafa áhyggjur, þetta er ekki á stórum skala en samt: Ái!


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsflýtimaturinn

Á föstudögum hér á bæ eru yfirleitt allir uppgefnir og langar síst að bauka við eldamennsku.  Einu sinni var þessu reddað með pizzu og þess háttar skyndimat en allir hér á heimilinu eru búnir að fá nóg af slíku sulli, tala nú ekki um hvað það er lítið hollt fyrir líkama og sál.

En í kvöld borðuðum við eftirfarandi samlokur:....smella á tengilinn hér og skoða.

Við vorum í öngviti af því þetta var svo gott og ekki spillti fyrir að ég hafði keypt lítil baguette brauð (spelt/súrdeigs) og burtséð frá trefjum og hollustu þá voru brauðin sjálf afar góð.  Við gefum þessum rétt alla þumla (og þófa fyrir hönd kattarins) upp.


Næsta síða »

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband