Komin heim!

Kæru bræður og systur í frysti.

Við erum komin heim eftir 10 daga magnað ferðalag.  Verst er að kötturinn og Hulda hafa fengið þvílíka hefðar katta og stúlkna meðferð að við hljótum að fölna talsvert í samanburði.  Kallinn og kellingin heima?  Sveiattan, ég veit betra.

En, við munum tjá okkur betur um hina fínu ferð og hina frábæru frænkur þegar ferðaþreytan líður oggulítið af okkur.

Hafið það fínt!  Við gefum ítarlega skýrslu seinna!

"It's a knockerbacker!"   - Mary, mamma hennar Clodagh, þegar hún smakkaði íslenskt brennivín.


Ferdafrettir II

Her erum vid i Galway og buin ad eiga frabaera daga. 

Borgin er falleg og thvi midur hofum vid bara rett getad skodad hana i halfan dag eda svo.  Vid bokstaflega VERDUM ad koma hinad aftur.  Stadurinn sem vid gistum a er lika alveg frabaer, vid getum hiklaust maelt med thessu BnB. 

Brudkaupid var mikil upplifun og mer skilst ad sidustu gestirnir hafi farid heim kl. fjogur ad morgni.  Vid hofdum ekki svona mikid uthald og forum um eittleytid.  I gaerkvoldi var okkur svo bodid heim til Marteins og Clodagh thar sem thau bua uti i sveit hreint og beint og med ilminn af hrossatadi i bakgardinum. 

Eg held ad vid seum ordin allthreytt eftir allt partistandid svo vid reynum ad vera god og thaeg naestu daga og borda bara gras synist mer.

En nuna erum vid ad fara ad henda ofan i toskurnar og fara med lestinni aftur til Dublin.

Astarkvedjur fra Galway

Irlandsfararnir


Ferdafrettir I

Vid erum komin til Irlands eftir langt og leidinlegt ferdalag.

Bordudum versta hamborgara i heimi a Stansted a stad sem heitir O'Neill's.  Komum skitthreytt upp a hotel i gaerkvoldi en drottudumst samt ut ad fa okkur ad borda.  Endudum a agaetri kra og fengum mat sem var jafngodur og maturinn fyrr um daginn var vondur.  Dagurinn i dag fer i ad versla naudsynjar og lestarmida og vonandi ad skoda okkur um i leidinni.

Forum til Galway i fyrramalid.

Soknum ykkar allra og reynum ad vera i sambandi aftur. 


Ég skora á ykkur!

Glitnishlaupið fer fram á morgun og þar munu tvær góðar frænkur hlaupa sína 10 kílómetrana hvor. Glitnir heitir á starfsmenn sína, 3000 kr. á kílómeter, sem fer til þess góðgerðarfélags sem starfsmaðurinn velur.  Einnig getur almenningur heitið á starfsmenn.  Þórhildur hleypur til stuðnings Umsjónarfélagi einhverfra og ég er búin að heita á hana.  Ég skora á ykkur að gera slíkt hið sama.

ÁFRAM STELPUR!


Óásættanlegt

Ég er eiginlega hálf orðlaus yfir dauðatíðindum dagsins.  Dagurinn byrjaði reyndar á að við ókum framhjá slysi á mótum Laugavegs, Suðurlands og Kringlumýrabrautar.  Þar lá mótorhjól á hliðinni og tveir bílar á ská og skjön.  Löggan út um allt og gatnamótin hálflokuð.  En þetta rataði ekki í fréttirnar ólíkt öðrum slysum svo vonandi fór þetta betur en á horfðist.  Brá mér reyndar í jarðarför hjá mætum manni seinna um morguninn og var hann svo jarðsettur í nýja kirkjugarðinum sem er hér í hverfinu.  Blessuð sé minning hans.

En lygilegur fjöldi fólks virðist vera orðið afsiðað/siðblint/snældugalið miðað við háttalag þess úti í samfélaginu.  Nauðganir á skemmtistöðum, hraðakstur við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, ótæpileg áfengis og vímuefnaneysla og almennar barsmíðar, tannútsláttur og eyrnastýfingar.  Spennandi umhverfi til að búa í og ala börnin sín upp í?

En litli jón út í bæ er enginn eftirbátur, birtingarmyndirnar eru bara öðruvísi.  Það er sómafólkið sem hendir rusli þar sem það stendur, eyðir meiru en það aflar, borðar meira en það torgar, skilur við fleiri maka en það endist með, safnar klamidíu og lekanda og skilur svo ekkert í því af hverju getnaður á óskabörnunum gengur brösuglega.  En svona höfum við Ísland í dag.

Ég veit að þetta er óttalegt svartagallsraus en manni er doldið þungt í sinni þegar tollurinn verður svona hár á einum degi.  Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera hress og peppuð, tilefnið er lítið til þess háttar æfinga í dag.


Helgarskýrslan

Þessi Verslunarmannahelgi er búin að vera aldeilis ágæt.  Á laugardeginum hittist Hulduherinn og grillaði lambalæri og rann það ljúflega niður ásamt prýðilegum rauðum vökva. 

Svo á sunnudeginum skruppum við og heimsóttum Óla sem átti fimmtugsafmæli þann dag.  Um kvöldið brunuðum við svo í Borgarnes ásamt Gunna og Kiddý og sáum Benedikt Erlingsson gera Agli Skallagrímssyni snilldarskil.  Ef þið hafið einhvern möguleika á, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu.  Mér skilst hún sé fram í september.  En ég var ekkert yfir mig hrifin af málsverðinum sem við fengum á undan í samliggjandi húsi.  Ágætt kjöt, stjörf kartafla og naumur skammtur af grænmeti.  Stressuð þjónusta.  Mætti senda liðið sem vinnur þarna á námskeið hjá Nordica því það fólk fer létt með að þjóna miklum mannfjölda.

Mánudagurinn fór svo í leti og videogláp með dætrunum sem var bara aldeilis fín notkun á deginum. 

Merkilegt að menn telja hátíðarhöldin vel heppnuð þegar fáar nauðganir eru og einungis eitt banaslys.  Ég held að við Íslendingar séum að stíga nokkur stór skref afturábak með svona hugsunarhætti.  Eins og þessi helgi sé eitt allsherjar drykkjublót og mannfórnir séu bara sjálfsagður fórnarkostnaður.  Nokkur líf ónýt, hvað er það á móti hamingju minnar timbruðu þjóðar?

 


Falleg mynd

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að tengja yfir á myndasíðuna hans Gunna og á þessa snilldarmynd af krullhausnum.  Svo mæli ég eindregið með því að þið kíkið á hinar myndirnar hans sem eru alveg frábærar.


Ammæli

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið til frú Vigdísar í Kanada!

Hvenær á svo að heimsækja Skerið?


Inni?

Það er algjör fásinna að planta sér við tölvuna í þessu veðri, sömuleiðis: Hvað eruð þið eiginlega að gera inni?

Út með ykkur að leika!Svalur


Af spenanum!

Ég gat ekki loggað mig inn á bloggið alla helgina en ætlaði bara að láta ykkur vita að ég er ekki hætt!

En nú er semsagt búið að bóka Írlandsferðina og alla gistingu.  Hulda kemur ekki með því þetta er ekki alveg fyrir litlar manneskjur að díla við að mæta í brúðkaup og tilheyrandi og svo að þvælast um í borgarumhverfi.  Svo gefst okkur náttúrlega smá tími til að sinna stóru systur sem hefur dálítið setið á hakanum í sumar.  En Hulda og kisi verða í frænkupössun og nú þarf að kenna kisa að lúra inni í þvottahúsi á nóttunni svo hann hræði ekki pössunarpíurnar með næturstjákli.

Er búin að komast að því að ég þoli illa mjólkurvörur og eftir harmrænt sorgarferli er ég búin að sættast við þá staðreynd að ég er hætt á spenanum fyrir fullt og allt.  Enda kannski kominn tími til miðað við aldur og fyrri störf!  En mér sýnist að ég laumi enn um sinn smá mjólk í kaffið af og til.

Molluhiti og skýjað í dag og ég þarf að vinna í fjórar vikur áður en ég fer út.  Úff!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband