Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Aldrei nóg af vitleysunni

Ég er í miðjum klíðum að taka til í vinnuherberginu mínu, henda gömlu drasli og flokka pappíra. Fann þennan einstaklega "snjalla" kveðskap sem ég líklega sett saman sjálf. Njótið:

Þrúður trúður
var með hrúður
eftir lúður.


Ég bara varð...

 

 


Aðeins að rétta úr kútnum.

Jæja, kannski aðeins að rofa til í stormasömum heimi. Vonum það í það minnsta.

Það er aðeins farið að örla á jólaskapi hjá frúnni og það kom eiginlega með látum hér í vikunni. Kollegi minn var að vinna það verkefni að gera við gamla snældu og átti síðan að setja hana yfir á geisladisk. Þegar hún var sett í gang kom í ljós að á henni var talsvert magn af jólalögum sem einhver hefur haft fyrir því að taka upp úr útvarpinu og saman á spólu. Já, börnin mín, fyrir tíma ipodda og þess háttar lúxustækja. Og þetta voru semsagt lögin sem maður hélt upp á þegar maður var krakki. Þið vitið, Ómar Ragnarsson, Ellý og fleira. Og með þetta í bakgrunninum var ég allt í einu komin í syngjandi jólaskap! Venjulega á þessum tíma árs er ég að kafna úr stressi. Það er svo sem að láta á sér kræla en gaman samt.

En hér á heimilinu eru menn aðeins að klóra sig fram úr "Landsgjaldþrotsþunglyndinu" sem mér sýnist að herji á flesta landsmenn. Hulda tekur stórum framförum í tali og sérstaklega í skýrleika. Ég fór með hana á miðvikudaginn í klippingu og þegar hún var að fara út, rauk hún til baka og kallaði hátt og snjallt: "Takk fyrir klippinguna! Sjáumst seinna!"

Hins vegar verð ég að flytja þær fréttir að ég er fallin á bindindinu. Það er að segja, kókbindindinu. Eitthvað hlaut undan að gefa í kreppunni og þarna brast eitthvað. Ég drekk þó ennþá vatn í akkorði og ekki ropvatnið nema til tilbreytingar svo ég er nú ekki komin alla leið í sollinn!Wink

En nú er komið að þeim merka degi þegar ég flyt rusl út úr vinnuherberginu mínu og sný því við. Það er geigvænlegt verkefni svo hugsið vel til mín!

Góða helgi! 


Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband