Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Eins og alþjóð (eða í það minnsta okkar nánustu) veit, endasentumst við norður í félagi við Njarðvíkurliðið. Vorum þar í góðu yfirlæti hjá okkar fólki en náðum því miður ekki að samstilla okkur við Kristínu. Ég er að starfa í því að koma myndunum sem ég tók, í notendavænt form og mun koma þeim til ykkar (norðanfara og gestgjafa) við fyrsta tækifæri. Innilegar þakkir fyrir okkur.
Á laugardaginn skruppum við í fertugsafmælið hans Braga og fær hann hér með opinberar hamingjuóskir með að hafa náð þessum virðulega aldri! Þetta var um daginn og um kvöldið skruppum við á Þingvelli og hittum Gunna og Kiddý, Ólöfu og Örnu vinkonu hennar. Þar var grillað, borðað, drukkið, Hulda elt út um allt tjaldstæði og dregin frá öllum hundum tjaldbúa og svo gistum við í nýja smáauratjaldinu okkar. Daginn eftir var orðið þungbúið svo öllu var pakkað saman og mátti ekki seinna vera því fyrstu droparnir féllu sirkabát um leið og allt var komið í bílinn.
Við gengum svo aðeins um á Þingvöllum, skoðuðum Nikulásargjá hvar Hulda henti allnokkrum krónupeningum ofan í, skoðuðum Þingvallabæinn og fórum inn í kirkjuna. Á meðan við vorum að rölta þarna um heyrðum við ógurleg sírenuhljóð og ennþá að streyma lögreglubílar að á meðan við vorum að keyra í burtu. Við vissum ekki hvað þetta var fyrr en við komum í bæinn og heyrðum hinar skelfilegu fréttir sunnudagsins. Það er ekki laust við að maður væri ansi sleginn eftir daginn.
En að lokum... mynd af fjölskyldunni á la Simpsons! Ég er þessi síður brosandi!
Bloggar | 31.7.2007 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kem með restina norður!
P.S. Prik fyrir að geta nefnt skvísuna - aukaverðlaun fyrir að nefna bleiku dömuna!
Bloggar | 18.7.2007 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef maður hefur opið út á svalir og fylgist ekki nægilega vel með er ungfrúin farin að príla uppi á húsgögnum eða situr með lappirnar dinglandi út fyrir svalahandriðið sem er nokkuð sem oss líst illa á.
Og ef það er opið út að aftan og ekki verið að fylgjast með, stingur okkar manneskja af. Þetta gerði hún um daginn og það var taugastrekkjandi tími sem fór í að leita, allt þar til hún fannst í nágrannagarði hoppandi á trampólíni.
Eiginmaðurinn syngur fagra söngva um girðingar og þess háttar en hann er eins og framsóknarmaður, lofar miklu og efnir lítið!
Í vor var keypt turnvifta og hún gerir eitthvað smá gagn en dugar þó hvergi nærri til þegar sólin pundast inn um suðvesturgluggana og sýður íbúana.
Blessunarlega er neðri hæðin sæmileg og það hefur aðeins nýst mér því ég hef verið að taka til hér niðri, flokka pappíra og henda, henda, henda. Og meira að segja ekki búin enn.
En suðurríkjastemningin blífur í bili sýnist mér.
Bloggar | 16.7.2007 | 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þess ber þó að geta að þau fáu skipti sem ég hef þurft að tala við þetta þjónustuver áður hef ég fengið prýðismóttökur og þá hjálp sem þurfti. En ég er ekki ánægð núna.
Eins og ungir myndlistarnemar áttu til að segja hér fyrr á árum: "Bölvuð ýldufýlup..."
Bloggar | 13.7.2007 | 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smáfjölskyldan fór í Vestfjarðaleiðangur í liðinni viku. Unglingurinn kvaðst þurfa að vinna og fór ekki með en var í góðu sambandi við frænkur, frænda og Securitas svo ekki var hún eftirlitslaus. En skemmst er frá því að segja að ferðin var alveg æðisleg. Ég hafði aldrei komið þarna áður svo ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast.
Hulda að vísu lenti í smáhremmingum uppi á Þorskafjarðarheiði því hún varð bílveik í öllum hristingnum og beygjunum og sveigjunum. Stelpuanginn stóð svo hágrátandi úti á sokkabuxunum einum saman, í hífandi roki, í þriggja stiga hita á meðan verið var að flysja gubbuflíkurnar utan af henni. Fyrir einhverja leti og aulaskap hafði ég ekki hirt um að fjarlægja eina flíspeysu úr bílnum þegar við fórum og það bjargaði miklu fyrir ungar stúlkur.
En þegar í bústaðinn var komið væsti ekki um okkar manneskju. Hún er greinilega sveitastelpa í hjarta sínu því henni leið ótrúlega vel í sveitinni og undi sér mjög vel, ekki síst því hún hafði allt liðið í kringum sig til að dekra við sig.
Tókum svo akstur á Ísafjörð þegar sumarbústaðavistinni lauk og gistum svo í Flókalundi eftir að hafa verið étin lifandi af vestfirskum pöddum við Dynjanda. Og eftir að hafa skoðað þá firði sem við náðum að fara er ég farin að skilja frasann "hrikaleg fegurð". Og mikið kom mér á óvart hvað var fallegt á Ísafirði. Ég bjóst við að það væri alveg ágætt þar en það er barasta stórfallegt.
Langur akstur heim á leið og oss verkjaði í allann skrokkinn þegar heim var komið. Einhverjar hugmyndir höfðu verið um að skreppa til Akjureyris en Auður hefur fengið veður af því og stakk sér til Köben á krítískum tímapunkti!
En kannski verður barasta önnur ferð farin í sumar til að heilsa upp á Norðlendingana?
Ég er hins vegar svo sannarlega til í að skreppa aftur vestur og skoða meira í rólegheitunum.
P.S. Frábær búð á Ísafirði sem heitir Orkusteinn. Fer örugglega þangað aftur ef hún er enn starfandi næst þegar ég drattast í heimsókn.
Bloggar | 3.7.2007 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins