Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Bloggar | 31.3.2007 | 18:33 (breytt kl. 18:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður lifandi hvað þetta var stressandi mánuður. Eins og Omron mælirinn minn getur vitnað um (hann er nebblega með minni) er blóðþrýstingurinn í hærri kantinum þessa dagana. Ég kenni um langvarandi svefnleysi, stressi og 111 meðferð á Þórdísum. En mars er að verða búinn og páskavikan að byrja. Skattskýrslan var kláruð í gær og Þórhildur þurfti ekki að gera sér sérferð í Kópavoginn til að hjálpa mér heldur var með svona fjaraðstoð í síma og tölvu. Takk fyrir það!
Sumir kúnnanna í vinnunni haga sér merkilegt nokk eins og jólin séu að koma og þurfa afskaplega mikið á hlutunum sínum að halda fyrir páska og því miður þá viðra sumir líka fýluskapið sem ég hélt að væri almennt bara bundið við desember. En kosturinn við havaríið sem hefur gengið yfir hérna að maður tekur ekkert nærri sér ergelsi annarra, gerir það sem maður getur og ef það er ekki nóg þá er það bara þeirra vandamál. Eins er ég tiltölulega ónæm fyrir stjórnmála og álversumræðum og held ég spenni mig ekki upp yfir svoleiðis heldur. Sýnist vera alveg nóg af fólki til að sjá um þá hlið mála án þess að ég fari að pressa upp þrýstinginn fyrir slíkt hjal. Ég er búin að ákveða hvað ég kýs í vor, byggi það á fjögurra ára reynslu og svo ágætis minni fyrir stjórnmálasögunni en ekki á kosningaauglýsingum.
Ég held að það sé kominn tími á að gera eitthvað skemmtilegt. Hvað haldið þið?
Bloggar | 30.3.2007 | 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við fórum að versla í Nóatúni um daginn og tókum yngri dótturina með. Hún útvegaði sér litla kerru og rölti með hana um búðina og hugðist gera magninnkaup á kaffi og sjampói. Pabbi hennar var nú á því að það myndi ekki ganga því Hulda ætti enga peninga. Okkar manneskja svaraði að bragði (og með nokkrum þjósti) "Þeir vilja ekki peninga!"
Annars er allt bærilegt að frétta héðan. Valgerður er hálfaum ennþá og fékk kvef svona í kaupbæti við annað. Okkur býðst að fara í svona foreldrahóp fyrir börn eins og Huldu og mig vantar aðstoð fyrir Valgerði á mánudagskvöldið á meðan við erum í burtu. Einhverjir umsækjendur?
Bloggar | 25.3.2007 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
http://www.visir.is/article/2007103200116
Dóttir mín er ein af þessum fimm. Lúsheppin að brotna ekki í spað en hnéskelin fór á ferðalag út á hlið. Valgerður er í gifsi frá ökkla og upp í nára.
Bloggar | 20.3.2007 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Valgerður á afmæli í dagi! Hún hélt feikna veislu með fullt af stelpum í gærkvöldi og við hin skruppum í Hafnarfjörð á meðan og borðuðum Búlluborgara. Svo gistu tvær vinkonur nóttina hjá henni og ég tróð þær svo út af amerískum pönnukökum í hádeginu. Reyndar skulum við kalla þær kanadískar pönnukökur þar sem hlynsíróp var notað með þeim. Valgerður og Ýr voru feiknaduglegar að baka fyrir veisluna og gerðu meðal annars sérskreytta hunangstertu að hætti Nigellu subbukokks. Fín kaka en skal neytt í hómópatískum skömmtum því hún er gríðarlega sæt.
Við vorum hins vegar geysilega dugleg í vikunni og máluðum herbergið hennar í retrógrænum lit og afrekuðum það á minna en tólf tímum þrátt fyrir aðrar annir. Enda er gamla settið doldið lúið núna.
En í kvöld verður eldaður huggulegur matur fyrir ungu konuna, gefnir pakkar og glápt á vídjó.
Annars, má búast við því að undirrituð trekki aftur í gang í bloggheimum, það hefur bara verið svo fruntalega mikið að gera. En heimur batnandi fer, skatturinn bráðum búinn og bara þrír fundir/læknisheimsóknir eftir í þessum mánuði. Mikið ætla ég að hafa það næs um páskana!
Bloggar | 17.3.2007 | 17:56 (breytt kl. 17:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins