Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hnetusmjör!

Skrambinn!  Henti hnetusmjörskrukkunni í jólahreingerningunni.  Hefur eitthvað með það að gera að enginn borðaði þetta jukk.  Kannski hefði ég fengið fébætur?  Eða kannski á ég að sigta á að krefja hnetusmjörsfólkið um andlegt álag að hafa hugsanlega haft sýkt hnetusmjör í skápnum?  Og kannski rukka um leigugjald á nokkrum rúmsentimetrum í skápnum?

Segið svo að maður læri ekki neitt af amerískum sjónvarpsþáttum!Smile


Afmæli: taka 75

Í dag hefði hún móðir mín orðið 75 ára.  Ég er ekki svo viss um að henni hefði líkað þau tímamót sérstaklega þar sem hún lýsti því margoft yfir að hún ætlaði ekki að verða gamalmenni.  Og hún stóð við það.  En ég er hins vegar loksins að verða fær um að tjá mig um málið, næstum því fimm árum eftir að hún stóð við fyrrnefnt heit sitt. 

Og mig langar til að segja að skratti var magnað að þekkja hana.  Þótt við höfum stundum getað verið erfiðar hvor annarri (sem reyndar var mikið bundið við unglingsár undirritaðrar!).  En það sem aðrir sáu ekki svo mikið voru allar kvöldstundirnar sem mamma nennti að tala við mig og tjónka við bullið í unglingnum.  Laugardagsmorgnarnir þar sem við lásum blöðin saman og sátum og hlustuðum á alls kyns tónlist.  Mamma spilaði allra handa tónlist fyrir mig, og ég gat stundum kynnt eitthvað til sögunnar í staðinn.  Ég bý enn að þessu í dag og geri fjölskyldu minni vafalaust lífið leitt þegar ég læt þau hlusta á assorteraðar aríur, prelúdíur, dúetta, sinfóníur og fleira. 

Einnig var sérdeilis fróðlegt að hlusta og spjalla við hana um landsins gagn og nauðsynjar.  Hún hafði lag á því að sjá hlutina á sinn hátt og gat greint þá á skýran hátt þótt hún gerði það með sínum hætti og væntanlega litað af eigin sýn (eins og við gerum vafalaust öll, en við teljum okkur alltaf vera "hlutlaus og óháð").

Og mér finnst oft kúnstugt að horfa á dóttur mína, nöfnu mömmu, og sjá hvernig hún uppfærir sig í heiminum og gerir hlutina "á eigin forsendum" eins og mamma gerði yfirleitt.

Hugmyndin með þessum pistli var ekki sú að vera soppy og vemmileg enda hefði móðir mín haft athugasemdir við svoleiðis eymingjahátt.  En fjandi var gaman að þekkja hana og miðað við hvað mig dreymir hana oft og verð vör við hana þá er hún ekki búin að yfirgefa samkvæmið  alveg.  Gerir það kannski "á eigin forsendum" eins og alltaf.

P.S.  Þeir sem vilja vita hvað ég er að spauga með það sem er innan gæsalappa (á eigin forsendum) láta vita, ég mun útskýra það ef þörf er á.  Smá local húmor, þið vitið.


Afmælisbarn!

Hulda Ólafía er fjögurra ára í dag! Wizard

Er reyndar núna að frílista sig með Helgu og Stefáni og fór í bíó að sjá Artúr og Mínimóana í hádeginu ásamt Stefáni og Stefaníu.  Við Valgerður höfum verkefnið að þrífa hér heima á meðan og skreppa og kaupa efni í kökur.  Kvöldmaturinn verður eitthvað sem ungfrúnni líkar, pylsur, pasta eða álíka matur og það gæti verið sniðugt að bjóða upp á Creme Bruleé í eftirrétt þar sem Hulda hefur mikið dálæti á Dr. Oetker pakkanum sem inniheldur téðan eftirrétt og hampar honum mikið þegar henni finnst tími til kominn að borða.

Svo smá atriði frá því í gærkvöldi:

Siggi: Tók nefið! (Þykist taka nefið hennar Huldu)

Hulda (kankvís á svipinn): Neiiiiii!  Ég er með það.  Sjáðu!  Hérna! (Bendir á nefið á sér)

Haldið þið að mamman hafi bara ekki næstum því farið að skæla af gleði!  Litlir sigrar en svo sætir!

Fæ að stela þessari fínu mynd af henni Huldu sem Gunni tók í fyrra.

Hulda Ólafía


Pestarblús

Fjölskyldan lá í flensu síðastliðna eina og hálfa viku.  Og já, við erum að tala um alvöru sortina en ekki kvefið sem sumir kalla flensu.  Hiti, beinverkir, augnverkir, háls, nef og tilheyrandi verkir.  Hulda náði að hafa hita sex daga í röð og er orðin grindhoruð eftir þessa atrennu.  En núna erum við öll komin í vinnu og skóla aftur og erum misþreklaus.  Mér skilst að Hulda hafi sofnað í leikskólanum í dag og við gömlu hjónin erum úrvinda eftir smástund og þurfum að setjast niður og hvíla okkur.  Svo virðumst við vera að taka út pestarblúsinn núna í kjölfarið.  Já, Herr Bömmer er kominn í heimsókn á heimilið og lýðurinn nokkuð eymdarlegur.  Mígandi rigning og rok hjálpar ekki til og svo kemur maður heim og Skúrítas heldur því fram að þeir hafi ekki fengið greitt. (Bankadruslan átti að vera búin að setja þetta inn í greiðsluþjónustu en einhver er að klikka þar.....aftur).  Búið að loka bankanum og engan hægt að skamma nema sjálfan sig, jú og logga sig inn í heimabankann og greiða það sem átti að vera búið að greiða.  Me is not happy!  Svo er allt óþrifið og óþvegið eftir aumingjagang síðustu viku og það er semsagt upplyftingin sem maður á von á:  skúra gólfin, þvo þvott og skrúbba kamarinn.  Unglingurinn búinn að leggja undir sig vinnuherbergið mitt og ég get ekki sett upp góða skjáinn minn og góða prentarann.  Blómin að sálast og verri lykt en vanalega af botninum á kettinum.  Skrifa kannski þegar brún mín léttist aftur....

"Góða" helgi!

P.S.  Það skal þó tekið skýrt fram að ofangreind atriði eru minniháttar ergelsi og ramakveinin kannski full hávær í undirritaðri.  En stundum eru bara svona móment, býst við að allir hafi prófað það.  Kannski bara ágætt að beina stundum augum að litlu hlutunum því nóg er víst af þessum stóru...

 


Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband