Komin aftur!

Gleðilegt ár gott fólk og frúin er loksins mætt aftur á svæðið.

Verulega annasamur tími að baki, jólatörnin í vinnunni, jól, áramót og tilheyrandi svo maður minnist ekki á líflega og óvenjulega tíma í þjóðfélaginu.  

Ég byrjaði nýja árið á því að fá bronkítis uppúr kvefnefnunni sem ég var með fyrir áramót og er að hósta upp blárestunum af þeirri heldur ömurlegu og sóðalegu útgerð.

Hins vegar tók ég þá meðvituðu ákvörðun um daginn að vera bjartsýn.  Sama hvað gengur á.  Bara bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og segja við sjálfa sig að maður sé bjartsýnn.  Virkar hingað til að minnsta kosti.  Ég held að það sé bráðnauðsynlegt að leyfa sér ekki að að vera með svartagallsraus og niðurrifstal en maður hefur séð allt of mikið af slíkum umræðum á netinu.  Þetta eyðileggur andlega heilsu og baráttuandann og bugað fólk byggir ekki mikið upp.  Þetta er að minnsta kosti þau gildi sem ég brúka í bili og ég ætla að brúka þau þótt ég þurfi að fara héðan, slypp og snauð, veifandi landinu mínu bless úr Norrænu!Wink

En ekki þar fyrir, mér finnst fullkomlega fráleitt og óásættanlegtað fólk hrekist brott af landinu sínu útaf nokkrum sjálftökupungum sem kunnu sér ekki hóf og virðast vera gjörsamlega siðblindir.  Hér á heimilinu hefur verið stungið upp á vist fyrir viðkomandi í Guantanamo, plássið er að losna, er á sólríkum og góðum stað og í sama heimshluta og allar eyjurnar sem geyma gróðann.  

Einnig hefur verið lagt til að  senda menn sjóleiðina til Færeyja og gá hvort Færeyingar taki þá ekki um leið og grindhvalina.  Ég meina er þetta ekki svona eins og japanska úrvalsnautakjötið sem JÁJ var með í brúðkaupsveislunni sinni og seldi svo restina í Hagkaupum.  Gaurarnir búnir að drekka bjór og fín vín. Fengið besta fóður sem völ er á.  Örugglega nuddaðir líka eins og nautgripirnir og kjötið án efa léttreykt af dýrum vindlum.  Svo hafa þeir hlustað á allskonar tónlist, eins og nautin.  Að vísu Elton John, Duran Duran og Tom Jones en kannski kemur það ekki að sök.

Það þarf vonandi ekki að taka það fram að ég er að grínast. 

Annars er góða fólkið talsverðir innipúkar um þessar mundir í þessum leiðindakulda og allir fjölskyldumeðlimir (fyrir utan köttinn) hafa lýst eindregnum vilja til að liggja í híði til vors.

Ég lofa að það verður styttra í næstu færslu, er farin að gera (næstum því) allt það sem hefur setið á hakanum síðan í nóvember! 

Hafið það gott! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm..Hvernig er thad, komidi ekki bara í finnlandsheimsókn í sumar???

Pippolína var eitthvad ad lofa efrihaedinni tilbúnni thá med svefnplássi

fyrir áhugasama.

Kvedjur,alvegadverdafinnadýrrannveig

rannveig (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Hæ Rannveig og gleðilegt ár.

Sú hugmynd hefur reyndar verið viðruð hvort ekki væri áhugavert að taka rúnt um Norðurlöndin næst þannig að það er aldrei að vita.

Annars verð ég að viðurkenna þá skömm upp á mig að ég á eftir að senda til þín smáböggul sem er búinn að liggja í reiðuleysi heima hjá mér frá því fyrir áramót. Dríf í að senda til þín sem fyrst. Bið að heilsa fólki og kisu.

Þórdís Guðmundsdóttir, 10.2.2009 kl. 12:37

3 identicon

òjá, ég hef líka komist ad thví ad bréf og pakkar eiga sitt eigid limbo innan veggja heimilisins ádur en thau rata á pósthúsid.

Ì mínu tilfelli er thad kannski bara langtíma minnisleysi thar sem ad pósthús og vinna eru í sama húsi og tekur 10 mín. ad ganga thangad!?

rannveig (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 07:51

4 identicon

Hæ gott að sjá að þú ert farin að blogga aftur he he

Knús frá danaveldi á þig og þina og sérstaklega yngstu snúlluna!

erla perla (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband