Jæja, kannski aðeins að rofa til í stormasömum heimi. Vonum það í það minnsta.
Það er aðeins farið að örla á jólaskapi hjá frúnni og það kom eiginlega með látum hér í vikunni. Kollegi minn var að vinna það verkefni að gera við gamla snældu og átti síðan að setja hana yfir á geisladisk. Þegar hún var sett í gang kom í ljós að á henni var talsvert magn af jólalögum sem einhver hefur haft fyrir því að taka upp úr útvarpinu og saman á spólu. Já, börnin mín, fyrir tíma ipodda og þess háttar lúxustækja. Og þetta voru semsagt lögin sem maður hélt upp á þegar maður var krakki. Þið vitið, Ómar Ragnarsson, Ellý og fleira. Og með þetta í bakgrunninum var ég allt í einu komin í syngjandi jólaskap! Venjulega á þessum tíma árs er ég að kafna úr stressi. Það er svo sem að láta á sér kræla en gaman samt.
En hér á heimilinu eru menn aðeins að klóra sig fram úr "Landsgjaldþrotsþunglyndinu" sem mér sýnist að herji á flesta landsmenn. Hulda tekur stórum framförum í tali og sérstaklega í skýrleika. Ég fór með hana á miðvikudaginn í klippingu og þegar hún var að fara út, rauk hún til baka og kallaði hátt og snjallt: "Takk fyrir klippinguna! Sjáumst seinna!"
Hins vegar verð ég að flytja þær fréttir að ég er fallin á bindindinu. Það er að segja, kókbindindinu. Eitthvað hlaut undan að gefa í kreppunni og þarna brast eitthvað. Ég drekk þó ennþá vatn í akkorði og ekki ropvatnið nema til tilbreytingar svo ég er nú ekki komin alla leið í sollinn!
En nú er komið að þeim merka degi þegar ég flyt rusl út úr vinnuherberginu mínu og sný því við. Það er geigvænlegt verkefni svo hugsið vel til mín!
Góða helgi!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Best að taka það strax fram að herberginu skal snúið við, ekki ruslinu!
Þórdís Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.