Fjölskyldufundur hjá Hulduhernum

Tiltektinni sem rætt var um í síðustu færslu var frestað því við og Suðurnesjafólkið mæltum okkur mót við Norðlendingana þar sem þau voru komin suður til að vera í sumarbústað í Biskupstungunum.  Fórum semsagt austur fyrir á laugardagsmorgninum, gistum á Laugarvatni um nóttina og fórum svo heim á sunnudagskvöldið.  Skemmst frá því að segja að það var svakalega, obboðslega gaman og takk kærlega fyrir okkur.  Kristín, Siggi og afkvæmi komin heim frá Baunalandi og ægilega gaman að allir skyldu hittast.  Vantar bara Kanadabúana en það verður þá bara seinna.  Ég tók engar myndir í kvöldmatnum því ég var upptekin af því að setja saman salat og fleira en Njarðvíkurfólkið kom með hrikalega góðan kjúkling með sérútbúinni grillsósu, ásamt hinu sígilda kartöflusalati hennar Auðar.  Skora hér með á fólkið að birta eða vísa á þessar fínu uppskriftir.

Myndir og skýringar á eftir, athugið að sjálfsögðu að smella á myndirnar til að stækka þær.

Kubb var spilað í gríð og erg í sumarbústaðnum.  Ég tók ekki myndir í fyrsta hollinu því ég var að spila þá sjálf en kallpeningurinn tók sér mót sem endaði á hrikalegan hátt, svo hrikalegan að sumir voru farnir að grátbiðja um að mega skipta um lið!Wink

Siggi Hrafn kastar í Kubb

Siggi Hrafn sýnir snilldartakta, æfða í Danmörku.  Jón Gestur og Siggi fylgjast með af aðdáun!

 Sexkallarnir á Kubb móti

Önnur mynd af Sexköllunum (það voru 6 stk. af þeim semsagt!)

Gísli Freyr krútt

Gísli Freyr stórsjarmör og kvennaljómi var ekki með í Kubb en hélt frúnum félagsskap á meðan drengirnir spiluðu.

Komið heim af stóra róló

Og restin af börnunum fór á meðan á stóra rólóinn ásamt fylgdarliði.  Hér eru þau að koma tilbaka úr þeirri ferð.

Skvísur í pottinum

Skvísurnar Rebekka, Birta og Hulda í pottinum.

Pottagæslumenn

Pottagæslumenn voru á staðnum og Gerður skrásetti aðgerðirnar.

Smartar

Kristín búin að bætast í pottinn og farin að hafa sín áhrif á börnin!

Gísli Freyr og ormurinn langi

Á meðan var Gísli Freyr að gera að Orminum Langa og naga bolta til hlýðni.

Potturinn seinna um kvöldið

Seinna bættist svo fleira fólk í pottinn og spillti ungviðinu jafnvel meira en orðið var! Allt fór þó vel fram.

Laugarvatn um nótt

Við vorum komin inn á Hótel Eddu á Laugarvatni um hálftólfleytið og ég bara varð að taka þessa mynd af útsýninu. 

Morguninn eftir var morgunmaturinn afgreiddur í Samkaup-Strax og borðað fyrir utan í glampandi sól og eins og sést var Hulda Ólafía á því að besti morgunverðurinn væri Pepsi Max og vatn til skiptis þar til Helga tók í taumana og kom ís ofan í barnið svo hún fengi einhverja næringu.

Morgunverðurinn hennar Huldu   Guðrún og Hulda Kata

Svo var haldið aftur í Brekkuskóg og heilsað upp á liðið aftur, grillaðar pylsur, spilað meira Kubb og meira að segja farið í snúsnú!

Snemmbúnar gönguæfingar

Gísli Freyr æfir göngu með Þórhildi og Stefaníu

Snúsnú   Rebekka og Birta

Stefán fylgist með snúsnú 

Rosaleg tilþrif í snúsnú en Stefán tók lífinu með ró á meðan.

Helgi og Hulda að krúttast saman

Frændsystkinin Helgi Hrafn og Hulda Ólafía náðu vel saman í ferðinni.

Hulda nær pabba sínum með strái   Sveitastelpa

Hulda "nær"pabba sínum með myndarlegu strái! Hulda sveitastelpa að chilla!

Hulda og Siggi bíða eftir StrokkiHjá Strokki

Skruppum líka á Geyssvæðið, hér eru feðginin að bíða eftir að Strokkur gjósi og á hinni myndinni eru aðrir fjölskyldumeðlimir að bíða eftir hinu sama.  Skringilegur skurður á þeirri mynd er vegna þess að ég þurfti að skera burt heilan ferðamann sem potaði sér í veginn.

Strokkur gýs

Og hér gaus Strokkur!

Jólasteikin   Kankvís Hulda, Birta og Helgi

Eftir Geysisferðina var farið í Slakka og þar sáum við jólasteikina, ég meina kalkún, holdi klædda.  Svo var auðvitað sjálfgefið að fá sér ís áður en rennt var í bæinn.

Fyrst kom þetta   Svo þetta

Og hér getið þið séð hvernig krapaát Valgerðar og Stefaníu skilaði sér.  Reyndar kom Auður auga á að þetta var nefnt "Crap" í sjoppunni á Slakka og stúlkurnar sem voru að afgreiða urðu nú heldur kindarlegar þegar þeim var sagt hvað crap þýðir í raun og veru!

Svo brenndum við í bæinn með viðkomu í Nóatúni á Selfossi, elduðum dýrðlegan lambahrygg með hunangsmöndluhjúp og hrundum svo uppgefin í bólin.  Alveg svakalega gaman að gera þetta svona og skemmtilegt að hitta fólkið úti á landinu okkar bláa.  Alveg spurning hvort það eigi ekki að gera eitthvað svipað á næsta ári, kannski á nýjum og spennandi stað?  Hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær samantekt! :)Hér er uppskriftin af kjúklingnum!!

http://www.epicurious.com/recipes/food/views/MAPLE-BARBECUED-CHICKEN-12278

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:08

2 identicon

Takk sömuleiðis fyrir skemmtilega ferð. Þetta eru nú alveg frábærar myndir:)

Kveðja,

Garún

Garún (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

 Skemmtileg ferð og frábærar myndir!

Við erum búin að leika okkur að spila kubb í átta ár og eeeelskum það...finnst þér þetta ekki frábær leikur????

Bergljót Hreinsdóttir, 2.8.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Dísa Dóra

Það hefur greinilega verið mikið gaman í þessari ferð   Flottar myndir.

Dísa Dóra, 4.8.2008 kl. 12:01

5 identicon

Við þökkum innilega fyrir frábæra heimsókn. Það er ekki ónýtt að eiga fjölskyldu sem bæði er hægt að skemmta sér með og líka vera latur og þegja með. Vér ellefu norðlendingar þökkum ofboðslega skemmtilega helgi sem fór langt fram úr væntingum, sem voru miklar fyrir. Koss og knúsar á línuna frá gamla fólkinu, unga fólkinu og ungviðinu. Sjáumst aftur sem fyrst.

Auður stóra systir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtileg frásögn í máli og myndum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.8.2008 kl. 11:53

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Mig langar í Crap í Slakka.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.8.2008 kl. 14:46

8 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Crap í Slakka mun vera óviðjafnanlegt!

Þórdís Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:14

9 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Jú, Kubb rúlar.  Ég held að það séu ca. 4-5 ár síðan frænkurnar kynntu okkur fyrir þessu en þær muna það vafalaust betur.

Þórdís Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband