Bara að taka breik í miðri tiltekt til að hlaða batteríin, drekka smá vatn og tuða yfir rusli. Ég er nefnilega byrjuð á hinu hundleiðinlega verkefni að taka til í vinnuherberginu. Eins og áður hefur verið getið er hið skelfilega herbergi oft notað sem geymsla fjölskyldunnar og nú var það orðið svo þjappað að lítil eiginleg vinna gat farið þar fram. Til að mynda er ég búin að finna jólaskraut og jólapappír sem hefur ekki náð að flytjast yfir í hina eiginlegu geymslu í sex-sjö mánuði. Ég er búin að safna örugglega tuttugu kíló af tímaritum sem eiga að fara í blaðagáminn, þar eru reyndar einhverra ára byrgðir sem ég ákvað að láta gossa. Og hið yndislega pappírsflokkunarmál sem er klassískt verkefni. Það er reyndar ekki eins ógnandi og það hefur stundum verið því ég dreif í því í fyrra að kaupa alvöru skjalaskáp fyrir stöffið og tók maraþon sorteringu. En frestunarárátta frúarinnar á sér einna skýrasta birtingarmynd í þessu herbergi. En ég ætla að gera pleisið klárt til að ég geti unnið, loksins þegar ég er farin að hafa eirð í mér til þess að gera eitthvað. Þangað til að þessi tiltekt er búin, lítur pleisið út eins og sprengja hafi sprungið, verður bara að hafa það.
Annars, í öðrum þrifafréttum þá tók ég til í herberginu hennar Huldu í fyrradag, henni og okkur til mikillar gleði, svo maður tali nú ekki um playmokallana og þeirra pínulitla dót. Svo þreif ég bakaraofninn sem var mikið skítadjobb og hefði kostað sjálfa mig 18.000 kall í útseldri vinnu ef ég hefði haft vit á að rukka sjálfa mig fyrir vinnuna!
Pásan búin, byrjuð aftur!
Flokkur: Bloggar | 25.7.2008 | 14:25 (breytt kl. 14:25) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Myndaalbúm
Bloggvinir
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Athugasemdir
Þvílíkur dugnaður! Mín eina eign, bílinn minn bíður en þá fyrir utan skítugur að utan!!Er þá búin að þrífa inn í hann! Þú ert nú duglegri en ég!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:29
Þú ert nú meiri orkuboltinn...ég ætla bara að tak til eftir sumrfrí....
Bergljót Hreinsdóttir, 1.8.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.