Fjör hjá minni og góður matur

Vá, ég held að ég þurfi barasta að komast aftur í vinnuna til að hvíla mig!  Ekki það að það sé sérstaklega rólegur staður.  En það er búið að vera þvílíkt stuð að vera allan daginn með Huldu að maður er gjörsamlega búin á því á kvöldin.  En sú litla er að springa úr framtakssemi, stríðni, kátínu og bröndurum og má varla vera að því að fara að sofa á kvöldin.  Hún lýsir því yfir að hún sé búin í leikskólanum og ég sé að ég þarf að búa til dagatal handa henni þegar nær dregur leikskólabyrjun svo hún verði ekki alveg hlessa þann daginn.

Annars prófuðum við að kaupa fisk í Krónunni í gær, nánar tiltekið lax.  Tregðan við að versla fisk í lágvöruverslunum er byggð á því að einu sinni fyrir mörgum árum, þegar við vorum fátækir námsmenn, keyptum við ýsu í Bónus.  Þegar pakkinn var svo opnaður kom í ljós að þetta var fjarri því að vera mannamatur, lyktaði eins og gamalt slor og var snarlega hent í ruslið og ruslinu hent beint í tunnuna.  Þannig að síðan þá hef ég aldrei keypt forinnpakkaðan fisk og hef frekar farið í fiskbúðir og búðir sem ég veit að er með alvöru ferskan fisk.

En, aftur að laxinum.  Hann var frábær.  Hann var eldaður á afar einfaldan hátt: skorinn í bita og steiktur við hæfilegan hita á pönnu í smá smjöri og smáslettu af ólífuolíu.  Með honum voru bornar fram langar grænar baunir, soðnar en þó al dente, og nýjar kartöflur.  Punkturinn yfir i-ið er svo lime-smjörsósa sem er algjör snilld með fiski og við höfum líka borðað hana með kjúkling.  Systir mín benti mér á hana, ég er örugglega búin að tala um hana áður en hún er bara svo góð.  Það er líka hægt að gera hana með sítrónusafa og er alveg jafngott.  Og það þarf engar stórar slummur af henni svo það þarf ekki að bæta á sig milljón hitaeiningum þótt smakkað sé á henni.

En... farin að sinna órabelgnum, hafið það gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þú setur saman 1/4 bolla limesafa, 1 stórt hvítlauksrif, 1 tsk. salt og 1 tsk. pipar.  Maukað saman með töfrasprota eða matvinnsluvél.  Svo setur þú út í 1/2 bolla af bráðnu smjöri og maukar þar til þetta hefur allt samlagast vel.  Ég set þetta oftast svo í kæli og leyfi þessu að kólna, þá þykknar sósan aðeins.  En hún er bragðsterk og mjög frískleg þannig að maður þarf ekki að drekkja matnum í sósunni.  Njóttu!

Þórdís Guðmundsdóttir, 20.7.2008 kl. 16:26

2 identicon

Sósan er algjört æði!! Hulda sniðug!! Þetta fylgir greinilega 5 ára aldrinum.  Kata frænka tilkynnir mömmu sinni oft að hún sé of gömul að vera í leikskóla og ætti að vera í skóla með stóru krökkunum!!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Þessi sósa hljómar ógó vel...ætla að prófa...slurp slurp....

Hafðu það gott í "fríinu"með flottu skottunni þinni....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég misritaði uppskriftina: þetta á að vera 1/2 tsk. af pipar.  Og bakaradrengurinn er ekkert skyldur mér!

Þórdís Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband