Eymsli í fríinu

Fyrsta vikan í fríinu búin að ganga skrykkjótt.  Tókst að skadda vöðva í hálsinum á mér í byrjun vikunnar svo mér er búið að vera illt í höfði og hálsi og hreint ekki búið að líða vel.  Er búin að borða verkjatöflur, brúka heitan grjónapúða og smyrja bólgu og verkjaeyðandi á auma vöðvann en ekki er þetta búið enn.  Spurning um að kíkja til læknis ef þetta fer ekki að lagast svo allt fríið verði ekki hálfómögulegt.  En við höfum þó ekki setið alveg auðum höndum og við Hulda fórum til dæmis til Njarðvíkur með Þórhildi og Guðrúnu á miðvikudaginn.  Svo skrapp kvennahersingin í hið helga musteri Ikea á föstudaginn og fékk sér hressingu í stóru, góðu og ódýru kaffiteríunni þeirra.

Reyndar var Ikea líka heimsótt í gær en þá fórum við Siggi með tengdamömmu að versla búsáhöld fyrir stórfjölskylduna og svo skroppið í Elko að versla heimilistæki.  Valgerður og Hulda voru heima á meðan og Valgerður æfði sig að baka pönnukökur sem hún ætlar svo að endurtaka í vinnunni sinni.  Eftir langa verslunarferð komum við svo heim og fengum nýbakaðar pönnsur.  Nú er Valgerður semsagt komin í kokkaafleysingar í eldhús og þótt hún muni ekki stunda fulla eldamennsku þá er nú einhver bakstur og fleira sem hún ætlar að taka að sér.  Þessi vinna er reyndar rakin fyrir hana því hennar kærasti partur af heimilisstörfum hér heima er að taka til í eldhúsinu.  Ef hún má velja hvað hún gerir þegar við erum að taka til, velur hún alltaf eldhúsið.  Svo finnst henni svakalega gaman að baka og er alltaf að gera tilraunir með nýjar kökutegundir (þessar mjúku línur fjölskyldunnar koma ekki af sjálfu sér, það þarf að vinna í þessu Wink).  Semsagt, rétt manneskja á réttum stað.

Meira matartengt:  Samlokugrill fjölskyldunnar brotnaði um daginn og lauk þar með margra ára dyggri þjónustu.  Í gær drifum við okkur og keyptum vígalegt panini/mínútugrill til að koma í staðinn.  Við kristnuðumst nefnilega alveg á Ítalíu inn í panini kúltúrinn og langaði til að geta gert það hér heima.  Þar kaupir maður panini sem skyndibita á örfáar evrur og það er grillað fyrir þig á meðan þú bíður.  Annað en hér þar sem panini kostar milljónkall og er borið fram sem dýrmætur sjaldgæfur og ekkert alltaf góður réttur.  Dýrmætur vissulega miðað við hvað þetta kostar en ....

Úti á sýningu tók okkur hálfan dag að læra að reyna ekki að troða sér inn á a) subbuleg self-service veitingahús b) veitingahús sem voru svo fín að það var varla hleypt inn á hálftóma staðina og þegar maður var kominn inn var undir hælinn lagt hvort væri tekin pöntun.  Það reyndi aldrei á það því við gengum út af pleisinu og fórum aldrei til baka.  Við höfðum hins vegar séð að Ítalirnir sigtuðu helst á að grípa sér samloku og borða á ferðinni en við ætluðum að hvíla fæturna svo vel á veitingahúsi þannig að það var fyrst ekki á dagskránni.  En við prófuðum þetta, fengum frábærar samlokur í hvert sinn og gátum holað okkur niður og hvílt þreytta fætur.  Miklu betra og ódýrara. 

Í lokin, smásamtal frá því í morgun: Ég spurði Huldu: "Jæja, eigum við ekki að skella okkur í fötin Hulda?".  Hulda varð dálítið döpur í framan og sagði: "Ég get ekki skellað mér í fötin!"  Ég sagði þá "Á ég þá að skella þér í fötin?".  "Já!" sagði sú litla fegin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband