Ég er þvílíkt að rifna úr monti og stolti núna að það hálfa væri nóg.
Valgerður semsagt tók þátt í First Lego League keppninni í dag. Ég skrapp niður í Öskju í hádeginu og horfði á þau flytja kynninguna sína. Fyrir mína parta var það aldeilis fínt og glæsilegt, þau eru búin að standa sig með þvílíkum sóma í störfum sínum að það dugði alveg prýðilega. Verðlaun væru jú bónus en ekki atriði í sjálfu sér.
Svo fór ég heim en fylgdist með verðalaunaafhendingunni í gegnum netið. Þau unnu ekki fyrir rannsóknarverkefnið og svo voru veitt hin og þessi verðlaun en ekkert var að gerast. Svo komu næst síðustu verðlaun, besti bíll í braut minnir mig að það heiti, og þá unnu þau! En svo voru aðalverðlaunin og haldið að þau hafi ekki barasta unnið þau líka!!! Ég var með Sigga í símanum á meðan þetta var lesið upp og foreldrarnir eru alveg að tapa sér af stolti yfir vísindanördinum okkar.
Hér er heimasíða Nanóveranna sem er það sem liðið heitir. Fullt af skemmtilegum myndum og lesningu.
Og svo segir maður barasta: HIP HIP! HÚRRA! HIP HIP! HÚRRA! HIP HIP! HÚRRAAAAA!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Frábær frammistaða hjá ungu dömunni og hennar hópi. Við sendum innilegar hamingjuóskir frá Akureyri.
Auður, Helgi, Jón Gestur og Gerður.
Auður og viðhengin (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 03:28
Ekkert lítið flott hjá dömunni og vinum hennar, til hamingju með dótturina......
Bestu kveðjur úr bleytunni í DK
Kristín Siggi Birta og Helgi
Kristin Helgadottir (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.