Hér kemur loksins fyrsti parturinn af ferðasögunni en mér hefur verið lífsins ómögulegt að gera nokkuð á kvöldin annað en að skríða upp í rúmið mitt. Tvisvar hef ég sofnað á undan Huldu, nokkrum sinnum í sófanum og ég er loksins farin að hafa rænu á því að fara snemma í rúmið. Ég er búin að vera með pestina frá Víti í tvær vikur, já líka þegar ég var úti, en hún náði nýjum hæðum eftir að ég kom heim og ég eyddi til að mynda nokkrum morgnum í að hósta upp afsteypum af lungnaberkjunum. Huggó, ekki satt?
En nú er morgun, ég búin að ná níu og hálfs tíma svefni (hefði alveg getað sofið meira en Huldu vökutími ræður) og það er frí svo ég sest við skriftir.
Ferðalagið hófst á hinn venjubundna hátt þegar maður fer af Skerinu, rífur sig upp á eyrunum á óguðlegum tíma, keyrt til Njarðvíkur, bíllinn skilinn eftir á meðan Helga systir (engill í mannsmynd) skutlaði okkur á völlinn. Flogið til London og skipt yfir í tengiflug til Bergamo með hinum all-leiðinlegu Ryanair. Við höfum notað Ryanair áður en bara til og frá Írlandi og það var talsvert óhentugra að nota þá í svona ferð. Flugvellirnir sem þeir nota eru yfirleitt á stað sem er í talsverðri fjarlægð frá áfangastaðnum. T.d. kalla þeir þessa flugleið 'Milan-Bergamo' en Mílanó er í klukkutíma akstursfjarlægð frá Bergamo, hvað þá ef þú ætlar að fara upp til Como. Flugvélin sem flutti okkur þessa leið var öll blá og gul að innan, og sætin úr platleðri og plasti. Lággjaldaflugfélag náttúrlega. En þau voru svo þétt að meira að segja mér sem er 1.58 á hæð fannst þau þröng, hvað þá ferðafélögum mínum Sigga og Mumma sem eru TALSVERT stærri. Loftlaust og einn farþeginn sprakk á limminu, gubbaði og þurfti að fá súrefni til að meika restina af ferðinni. Bergamo er svo ekki stór flugvöllur, minnti mig á Reykjavíkurvöll og við vorum fljót að vippa okkur upp í rútu til Mílanó. Á leiðinni sáum við það sem er vafalaust ekki fegursta hlið borgarinnar: raðir af verksmiðjum. Plastverksmiðjur, efnaverksmiðjur og meðal annars átti ein þeirra vafasamasta logo sem við höfum vitað en það var blóm sem var við það að fá á sig dropa úr tilraunaglasi! Það var komið myrkur þegar okkur var hent út við Centrale stöðina í Mílanó og talsvert var af ferðalöngunum dregið svo upplifunin var ekkert sérstaklega jákvæð. Gígantísk stöð, ég held hún hafi verið byggð af fasistum til að láta lýðinn finna til smæðar sinnar, og að auki standa viðgerðir yfir sem gerir pleisið ekki beint aðlaðandi. Fengum lestarmiða til Como og gripum okkur bita á meðan við biðum. Þegar til Como var komið var okkur mikið létt, falleg borg, meira að segja í myrkri og rigningu og ágætis hótel, þrátt fyrir að vera tveggja stjörnu og frekar fábrotið. Já, ég gleymdi að minnast á það að hótel eru sjaldséður lúxus í Mílanó á meðan á stórsýningum stendur og helst á maður að panta með sex mánaða fyrirvara. Við skipulögðum okkar ferð með fimm mánaða fyrirvara og okkar besti kostur var Como sem er í klukkutíma fjarlægð frá Mílanó með lest. Og sumir taka gistingu lengra frá, annað er ekki í boði. Við hefðum meira að segja geta tekið gistingu í Sviss en þurftum nú ekki að gera það í þetta sinn.
Daginn eftir vöknuðum við snemma, mygluð með afbrigðum, borðuðum morgunmat og drifum okkur svo í lestina. Þaðan var svo farið í metró til sýningarsvæðisins Rho Fiera og ég hef aldrei séð svona pakkaða lest, enda allir að fara á sama stað. Kostulegt að sjá fólk taka tilhlaup inn í lestina, kasta sér á mannþröngina og takast að troða sér inn! Og stemningin þegar mannfjöldinn er að labba úr lestina og í áttina að sýningarsvæðinu er svipað og að fara á stóra rokktónleika. Sýningin sjálf er samsett úr fimm sýningum, óvarlega farið með eru þetta eldhúsasýning, baðinnréttingasýning, heimilistækjasýning, og húsgagnasýningar hefðbundin og nútímaleg hönnun. Sýningarsvæðið er 345.000 fermetrar svo það gefur kannski smáhugmynd um hversu gígantískt þetta er. Við skoðuðum eldhúsasýninguna fyrri daginn og nútíma húsgagna og hönnunarsýningu seinni daginn. Skemmtilegustu básarnir að mínu mati voru Arclinea, Schiffini og Scavolini. En auðvitað var fullt af öðrum góðum hlutum þarna. Varðandi strauma og stefnur þá eru áferðir að koma sterkt inn á móti háglansinum sem hefur verið ráðandi undanfarið. Og sérstaklega finnst mér gott hvað er farið vel með við og hann vel unnin og fær að njóta sín. En við vorum vægast sagt gengin upp að hnjám eftir þetta. Fæturnir bláir, bólgnir og marðir og glænýju Skechers skórnir búnir að sanna sig sem algjörir táfýluskór! Og ég hef ALDREI verið táfýlumanneskja. Ég veit svei mér ekki hvað ég á að gera við þá núna, kveikja í þeim, henda þeim eða selja Írönum þá sem efnavopn!
Hápunkturinn við vistina norðanmegin á Ítalíu hlýtur að vera vistin í Como. Þrátt fyrir að eiga bara örlítinn tíma þarna á kvöldin er þetta dýrðlega fallega staður og ég verð að koma þarna aftur í betra tómi. Síðasta kvöldið ætluðum við með lest upp fjallshlíðina (funicular train, ísl. kannski togbraut? - upp snarbratta brekku.) og skreppa á matsölustað sem Mummi hafði frétt af. Þar er semsagt lítið þorp sem heitir Brunate, brjálað útsýni og er örugglega enn betra að degi til. Þegar við erum að stíga út úr vagninum er allt í einu sagt við okkur á íslensku: Góða kvöldið. Þá er þar komin íslensk stúlka sem er au pair þarna í þorpinu. Hún heitir Aðalheiður og sagði okkur vera fyrstu Íslendingana sem hún hefur rekist á á förnum vegi frá því að hún kom þarna fyrir meira en ári. Hún labbaði með okkur aðeins um, vísaði okkur á veitingastaðinn og sagði okkur heilmikið um staðhætti og fleira. Alveg stórmerkilegt hvar maður hittir Íslendinga og ótrúleg tilviljun. Takk Aðalheiður, ef þú rekst hingað inn. Veitingastaðurinn var svo við það að loka en við létum það ekki á okkur fá, röltum aðeins um og tókum myndir og tókum svo lestina niðureftir aftur. Fórum svo inn á annan veitingastað hvar við sátum úti í tíu gráðu hita en fengum frábæran mat. Svo rosalegan að maður gat ekki torgað öllu og því sem næst valt heim á hótel. Morguninn eftir ætluðum við snemma inn til Mílanó því við áttum bókaðan tíma að sjá síðustu kvöldmáltíðina hans Lenna (Leonardo). Ekki hafði okkur tekist að sjá að lestirnar ganga strjálar á sunnudögum svo við vorum komin of seint inn til Mílanó. Lítið var við því að gera nema koma sér inn á kaffihús og fá sér morgunmat. Mummi átti bókað flug til Prag eftir hádegið og við ætluðum suður til Flórens um svipað leyti. Við fórum svo í Parco Sempione og skoðuðum kastala Sforza manna, dragandi töskurnar á eftir okkur. Svo skildu leiðir, Mummi fór til Malpensa og við skelltum okkur í næstum þriggja tíma lestarferð til Flórens.
Meira næst!
Flokkur: Bloggar | 1.5.2008 | 11:49 (breytt kl. 12:05) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.