Sælt og blessað veri fólkið.
Ég er kom heim í nótt eftir langt og strangt ferðalag, labb á gígantískri húsgagna, hönnunar, innréttinga og húsbúnaðarsýningu, margar og langar lestarferðir og svo borgarlabb með meiru. Ég legg í ferðasöguna á morgun eða hinn en er gáttuð á atburðum á meðan ég var í burtu. Eru okkar ágætu bílstjórar að tapa vitinu? Það er búið að sækja um undanþágu frá Evrópureglunum um hvíldartíma, bensíngjald er í endurskoðun eftir að hafa verið óbreytt í fjölda ára og hverjar eru eiginlegu kröfurnar sem standa eftir? Og er líkamlegt ofbeldi svo þrautalendingin? Og hvað í dauðanum kemur þetta Abbas og Palestínumönnum við. Það sést best á því hvað við Íslendingar erum saklaus og höfum það gott, að í þau örfáu skipti sem lögreglan lætur til sín taka byrjar söngurinn um lögregluofbeldi. Manni hefur nefnilega sýnst að hér á Íslandi reyni menn öll önnur ráð áður en farið er að taka á fólki. Ég er náttúrlega nýkomin frá Ítalíu, með stoppi í Bretlandi og á báðum stöðum ganga lögreglumenn vopnaðir. Það er ekki gert hérna. Og svo eru mér sérstaklega minnisstæðar frönsku löggurnar sem allar sem ein voru með vel notaðar og snjáðar kylfur. Hefur einhver hér prófað að brúka sig við bandaríska lögreglumenn? Hvað þá að ráðast á þá eins og er reglulega gert hér á Íslandi. Ég legg til að áhugasamir reyni fyrir sér með svipaðar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum eða US of A og athugi viðbrögðin.
Þetta var smáfjas svona í ferðalok. En ég er með fráhvarfseinkenni eftir Ítalíuferðina og er að búa til pizzu með mozzarella, hráskinku og rucola. Buon appetito!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Velkomin heim, gleðilegt sumar og ég er alveg yfir mig sammála þér með þessi læti. Íslendingar halda OFT að þeir séu alveg sér á báti !! Hlakka til að lesa ferðasögu
Sigrún Friðriksdóttir, 25.4.2008 kl. 19:04
Takk takk!
Þórdís Guðmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 19:06
Thetta er náttúrulega allt thér ad kenna ad thvaelast af landi burt og allt verdur vitlaust á medan!
Velkomin til baka,sjáumst kannski í sumar.
Lordi-landinn
rannveig (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 13:17
Velkomin heim! Mesta snilldar setningin sem sagt hefur verið í þessu mótmælum er ,,Ég þekki þennan mann ekki neitt, en hvað er að löggunni að ráðast á mann nýkomin úr aðgerð!,,
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:28
Velkomin heim og gleðilegt sumar. Bíð spennt eftir ferðasögunni enda forfallin aðdáandi Ítalíu og ítalskrar menningar. Sumarkveðjur til systranna og pabba þeirra.
Auður systir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.