Hér er frúin að kafna út ferðastressi og tilheyrandi kvíða. Við förum á fimmtudagsmorguninn ef Guð og vörubílstjórar lofa. Það verður fínt að fara en mér er um og ó að fara frá afkvæmum og ketti. Eins og hefur kannski komið fram er ég heimapúki hinn mesti og vil lítið vera á flandri dags daglega. Mér líður nefnilega best heima hjá mér og hjá fólkinu mínu. Og alltaf þegar ferðalög eru í aðsigi er ég hvekkt í nokkra daga á undan. Allt svo í góðu lagi þegar komið er á staðinn og svaka fínt þegar ég kem heim aftur. Á fimmtudagskvöldið á ég að vera komin til Como, þar sem við gistum, og verð svo að spankúlera á sýningu í Mílanó á föstudag og fimmtudag. Á sunnudaginn er ferðinni heitið til Flórens og á fimmtudaginn kem ég heim aftur.
Á föstudaginn komst öll fjölskyldan í uppnám og var á mörkunum að allir fjölskyldumeðlimir beittu handablaki í hugaræsingnum. Það gerðist nefnilega í fyrsta sinn að það var bankað upp á og lítil stelpa stóð fyrir utan og spurði hvort Hulda gæti komið út að leika. Við áttum alls ekki von á þessu og eins og ég sagði fyrr, vorum ansi hvumsa. En Hulda var sallaróleg og sagði bara kát: "Hún er komin! Hún er komin inn!" Þess ber að geta að gesturinn okkar er jafnaldra Huldu, er á sömu deild og hún og býr að auki hér á móti. Þær fóru svo saman út og Valgerður fór með til að hafa auga með okkar manneskju. Þetta gekk allt vel en svo ákváðu þær að koma inn og gesturinn okkar sagði: "Mig langar að sjá herbergið hennar Huldu". Þær fóru að leika sér, nágrannarnir fengu tilkynningu hvar dóttirin var niðurkominn og þetta gekk allt svo ljómandi vel. Okkar manneskja var í sjöunda himni með heimsóknina og við að sjálfsögðu líka. Óvænt og skemmtilegt og við sjáum svo hvernig félagslífið gengur í vor og sumar.
Og ein Huldusaga í viðbót (erfitt að hætta). Á fimmtudagskvöldið voru pylsur í matinn sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Nema við keyptum flösku af Heinz relish. Huldu þótti þetta forvitnilegt og sagði að þetta væri græn tómatssósa. Við spurðum hvort hún vildi smakka og hún samþykkti það. En þegar var kreist úr flöskunni á diskinn leist henni engan veginn á áferðina og eyddi mörgum orðum í að lýsa því hvað þetta væri nú ógeðslegt, vont og ætti að henda þessu bjakki í ruslið. Þegar fólk svo fór að borða þennan ófögnuð á pylsunni sinni hafði hún þungar áhyggjur og hvatti okkur ákaft til að drekka vatn hið fyrsta og skola þessum óþverra niður. Svo kláruðu allir að borða og það var gengið frá eftir matinn og sósur og þess háttar sett í ísskápinn. Daginn eftir er Siggi að henda einhverju í ruslið og þar liggur efst flaskan með grænu sósunni! Daman hafði semsagt farið inn í eldhús um kvöldið og haft vit fyrir þessari snarrugluðu fjölskyldu!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Þetta var hún Elín Edda!
Þórdís Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:39
Ég kvíði líka alltaf fyrir að fara og er rosa fegin að komast heim aftur þótt mér finnist ótrúlega gaman að vera á flakki um heiminn og landið....
Ótrúlega krúttlegt hvað litla daman var glöð að fá heimsóknina....verður gaman að fylgjast með þróun mála....
Bergljót Hreinsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:17
Litlan góð! Þetta á eftir að verða dúndurkona eins og allar hinar í fjölskyldunni. Ég er komin með ferðafiðring með ykkur. Óska ykkur góðrar ferðar og spýti á eftir ykkur líka. Ekki hafa áhyggjur af ungviðinu, ef ég þekki stórfjölskylduna rétt, þá verða þær yfirpassaðar, ef það er annars hægt.
Ástarkveðjur til ykkar allra úr skíðalandinu væna við Eyjafjörð, Auður og viðhengin.
Auður stóra systir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:44
Skemmtileg færsla hjá þér, og yndislegt að heyra að skvísan fékk heimsókn, það er sko ekkert lítils virði
Sigrún Friðriksdóttir, 14.4.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.