Hulda kíkti hér fyrr í kvöld út um gluggann og sá að það var farið að snjóa. Þótti þetta mikil firn og sagði að það væri mikill snjór og "tveir snjór", magnið var svo mikið! Svo dró hún systur sína út að öðrum glugga og yfirheyrði hana um hvar grasið væri nú eiginlega. Undir þessum rosalega snjó!
Svo sagði hún okkur að hún hefði fengið 'badeggí' að borða í leikskólanum. Þetta áttum við erfitt með að skilja og spurðum hana í þaula hvort hún hefði fengið fisk? Nei. Kjöt? Nei. Pasta? Nei! En svo rann upp fyrir mér ljós um síðir og ég spurði hvort hún hefði fengið spaghetti. Já, eitthvað kannaðist hún við það.
Annars þrælaði hún móður sinni út í parís sem ég teiknaði á svalirnar og stóð sjálf sig gríðarlega vel. Svo er hún svo dugleg að spyrja "hvað er þetta" um allt mögulegt og ómögulegt. Reyndar verður mannfólkið dálítið skrítið þegar hún bendir á það og spyr "hvað er þetta" í staðinn fyrir "hver er þetta" en oss er nákvæmlega sama þegar hún er svona dugleg að tala. Við foreldrarnir svífum um á bleiku skýi þessa dagana og bensínverðið hefur engin áhrif á okkur!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Dúlla
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 06:18
hehe greinilega dugleg og yndisleg stelpuskotta
Dísa Dóra, 9.4.2008 kl. 07:41
Við bíðum bara spennt eftir Hvað ertu gera? tímabilið!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:45
Það er svo gaman að heyra hvernig henni fer fram. Eiginlega í hlaupum og stökkum þessa dagana. Það verður gaman að hitta hana í næstu bæjarferð, sennilega í maí n.k. Margir kossar, knús og meira knús fyrir litla dömu og þið hin megið fá það sem hún getur ekki notað. Ástarkveðjur norðan úr snæheimum frá okkur öllum.
Auður móðursystir Huldunnar (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:28
Takk fyrir góðar kveðjur. Hvað segið þið þarna fyrir norðan er ættarmót í maí?
Þórdís Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 10:11
Nei ekki svo ég viti. En Helgi er að fara á framhaldsaðalfund hjá BHM og ég ætla að skella mér með til að geta séð ykkur með eigin augum þó ekki sé nema í mýflugumynd. Innilegar ferðakveðjur til ykkar Ítalíufara og skylduliðs.
Auður gamla frænka (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 12:29
Það er nú ekkert lítið þegar það eru tveir snjór !!! Rosalega dugleg og flott stelpa sem þú átt !!!
Og velkomin í blogghópinn
Sigrún Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.