Síðustu tvær vikurnar hef ég verið með illt í hálsinum og smotterískvef. En einhvern veginn ekki nóg til að halda mig á mottunni og láta mér batna. Enda hefur þetta ekki batnað. Svo á sunnudaginn bættist við augnsýking í öðru auganu. Ég fór í vinnuna á mánudaginn, ómáluð og með gleraugu svo ég sæi eitthvað. Á þriðjudagsmorgun eru bæði augu kapútt og ég ákvað að halda mig heima á meðan þessi ósköp ganga yfir. Í morgun er ég örlítið skárri, augun þó enn þá eitthvað að angra mig en hálsbólgan að fara. Loksins! Ég velti fyrir mér hvort ég hefði komist af með minni þjáningar ef ég hefði bara haft vit á því að slappa af strax? En svona er þetta, maður er samviskusamur með afbrigðum, meira að segja þótt það komi niður á eigin heilsu. Þetta er ekki í samræmi við áramótaheitið um að vera betri við sjálfa mig. En það var hringt í mig úr vinnunni dag til að gá hvort ég kæmi í dag eða ekki. Síðan er ég búin að vera með samviskubit, þótt ég sé í raun ekki almennilega vinnufær. Hvað er maður vitlaus?
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Láttu þér batna almennilega áður en þú ferð til vinnu svo þú sért nú viss um að fá þetta ekki aftur og jafnvel verra en það var. Eitthvað kannast ég við svoleiðis
Batakveðjur
Dísa Dóra, 27.2.2008 kl. 15:53
átt ekki að vera með samviskubit yfir því að vera veik.
Ólafur fannberg, 27.2.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.