Þegar ég var lítil var toppurinn á tilverunni að fá nýja liti. Nýjan, ósnortin pakka með fullt af fallegum litum og alveg sérstakri lykt sem er af nýjum vaxlitum. Ég gat setið vel og lengi og litað, föndrað og síðast en ekki síst, raða litunum upp í "rétta" röð (einhver að velta því fyrir sér hvort einhverfa sé ættgeng?). En þetta var auðvitað ekki gert nema maður hefði pappír til að brúka og oft var fátt um fína drætti í þeim efnum á þeim tíma. Ég hef í gegnum tíðina litað og teiknað á alls konar afgangspappír, ritvélapappír sem manni var skammtað sem dýrum djásnum og svo var afar vinsælt að gera sér ferðir í prentsmiðjur og fá afskurði. Úti á Nesi voru tvær prentsmiðjur og við fórum oftast í prentsmiðjuna sem var rétt hjá Nýjabæ til að afla fanga. Svo þegar maður átti vist í Vesturbænum voru tvær prentsmiðjur þar sem hægt var að leita til. Enn þann dag í dag líður mér langbest ef ég á bunka af pappír og nokkrar teikniblokkir. Einnig hef ég tekið út pakkann með að versla blýanta og datt aldeilis í lukkupottinn þegar ég fann blýanta af öllum stærðum og gerðum í Tékklandi, en eins og ALLIR vita (ég), framleiða Tékkar blýanta. Strokleður eru minna spennandi, meira svona nauðsyn, þótt ég sjálfsagt gæti með herkjum dregið upp sögur af vellyktandi strokleðrum sem strokuðu minna en ekki neitt en þóttu mikið þarfaþing við sex-sjö ára aldurinn. En í þeim bransa notar maður bara tvennt, Boxy strokleður og/eða hnoðstrokleður. Eða ekki neitt sem var ordran í teikningu í Mynd og Hand.
Ég upplifði svo góða stund í dag þegar ég kom við í Pennanum í Hallarmúlanum og kíkti á liti. Það var svo fantagaman að skoða og spjalla við konuna sem var að vinna þarna um liti, pallettur og pappír. Ég ætlaði upphaflega að kaupa dálítið af vatnslitum þar sem mínar túbur eru löngu samanskroppnar og uppþornaðar (svo maður tali nú ekki um týndar í vinnustofudraslinu í bílskúrnum!) en sá svo að heimurinn hafði mikið þróast í fjarveru minni og það var komið fullt af tæknilegum nýjum litum sem gera það sama og tvo til þrjá miðla hefði þurft fyrir nokkrum árum. Skemmst frá því að segja að ég skilaði vatnslitunum og keypti eitt undurfagurt sett af háþróuðum litum.
Og pappír!
Flokkur: Bloggar | 20.2.2008 | 22:56 (breytt kl. 23:21) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 21:54
Þórdís mig langar bara að spyrja eina spurningu: Þekkir þú tvær stelpur sem heita Valgerður & Eyrún?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 21:58
Eitthvað tengdar myndlist?
Þórdís Guðmundsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:57
Nei... þú hefðir vitað hvað ég væri að tala um ef þú væri sú Þórdís
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 11:13
Ok!
Þórdís Guðmundsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.