Í híði

Ég er búin að vera algjör innipúki það sem af er liðið ári.  Vil helst vera heima, glápa á sjónvarpið, hanga í tölvunni, lesa og vera dálítið innávið því mér finnst svartasta skammdegið oft ansi erfitt.  En núna er aðeins að birta til og sólin skein meira að segja dálitla stund inn um gluggana mína í dag.  Yfir háveturinn er hún nefnilega meira að dunda sér á bak við Rjúpnahæð svo það er alltaf jákvætt þegar hún fer að heilsa manni aftur. Er búin að lesa heilmikið, bæði jólabækur og svo allra handa bækur sem ég hef fengið frá Amazon.  Svei mér þá ef vantar ekki bara fleiri bókahillur á heimilið eða þá að gefa það sísta í Góða hirðinn!  Ég er þó aðeins byrjuð að tína út úr skápunum og tæmdi fataskápinn minn um daginn.  Því sem næst bókstaflega því það voru ca. fimm flíkur sem voru eftir í hillunum.  Restin fer í fatasöfnun Rauða Krossins.  Það þarf að græja aðra fataskápa á heimilinu á svipaðan hátt, ásamt geymslu og bílskúr.  Ég býst við að Sorpa á Dalveginum þurfi að loka í nokkra daga til að díla við stöffið ef ég verð of dugleg!Wink 

En það líður að afmæli ungu stúlkunnar og Íslandsbanki var að senda stúlkunni Latabæjar afmæliskort með tíu dag fyrirvara!  Ekki ráð nema í tíma sé tekið.  Ég er farin að undirbúa jarðveginn með því að ræða hvað hún er gömul og hvað hún muni verða gömul.   Eitt er þó víst, eftir kökufíaskóið í fyrra, þegar við fengum ranga mynd á afmæliskökuna (lögga í stað prinsessa og algjör skortur á bleikum), sem var svo illa lagfært, þá er öruggt að frúin bakar afmæliskökuna sjálf.  Þó það taki mig alla helv.. nóttina áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.2.2008 kl. 20:32

2 identicon

Helga fósturamma vill endilega búa kisuköku handa litlu snúllunni. Þú hringir í hana ef þú vilt þiggja boðið. Guðrún er búin að kaupa afmælisgjöf í Stockholmi!!

Hulda gamla og njarðvíkurliðið (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Kisukaka myndi rúla held ég!

Þórdís Guðmundsdóttir, 3.2.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband