Snjór og pestir

Við Hulda sitjum hér heima með kverkaskít og pestareymsl og ég að auki með illvígan höfuðverk. Búnar að horfa á snjóinn hrannast upp hér fyrir utan í allan dag og loksins að stytta upp.  Hulda er búin að horfa á báðar myndirnar með Skógardýrinu Húgó og ég er búin að lesa Stúlku með perlueyrnalokk.  Nú eru bæði myndir og bók búin svo við verðum að finna eitthvað annað til að stytta okkur stundir í eymingjaskap okkar.  Annars er ágæt tilbreyting að fá fullt af snjó, lífgar upp á annars daufan janúar sem reynist mér oftar en ekki þungur.  Hér er snjólagið á svölunum, það er ca. 60-70 cm. þótt það sjáist ekki alls kostar á þessari mynd.

093

Svo er hérna Rjúpnahæðin og fallegi himininn sem kom í ljós þegar stytti upp:

089

Að lokum er svo mynd af jötunni eftir að Hulda var búin að endurraða í og við hana.  Búið að hópa saman rollur og vitringa og snúa Búddha svo hann geti líka fylgst með. Auðvitað ágætlega viðeigandi! Bastet stytturnar voru ekki taldar þess verðugar að fylgjast með kraftaverkinu sem var að gerast í fjárhúsinu.  Og, ég er auðvitað búin að taka jötuna niður, það þurfti bara að skjalfesta atvikið áður en fólkið færi aftur ofan í kassa!

084

 

Nú er Hulda búin að leggja fram ósk um að horfa á "Oj!" sem er það sem hún kallar Allt í drasli.  Barnið er einlæg áhugamanneskja um hreingerningar sem er bæði skrítið en þó skiljanlegt miðað við heimilið sem hún elst upp á!  Best að verða við þeim óskum og stúdera annara manna dót í stað fyrir sitt eigið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband