Gleðileg rest...

Ég er loksins búin að klára textaskriftirnar sem ég minntist á í síðustu færslu.  Nú þarf ég bara að dratthalast til að prófarkalesa sjálfa mig og koma þessu frá mér.  Býst við að ég fái kallinn til að hjálpa mér því betur sjá augu en auga (eða fjögur í stað tveggja).

En ég ætlaði líka að segja frá matarævintýrum fjölskyldunnar.  Þannig var mál með vexti að við vorum orðin dálítið kjötþreytt þegar leið að áramótum svo við fengum þá hugmynd að elda hnetusteik á nýjársdag.  Þegar ég nefndi þetta í áramótapartíinu gerðust gestir afar yfirlýsingaglaðir og fannst þetta greinilega frekar kúnstugar hugmyndir.  Ég var búin að lofa að segja hvernig þetta gekk svo here goes:  Ég bjó fyrirbrigðið til frá grunni og studdist við þrjár uppskriftir.  Ég sleppti þeim uppskriftum sem innihéldu eitthvað sem mér fannst vont á bragðið og myndi ekki borða eitt og sér, hvað þá að setja í annan mat.  Þetta var talsverð handavinna og kannski aðeins meiri en ég hefði nennt á svona degi en allt gekk í sómanum.  Hnetusteikin var svo borin á borð með couscous, sveppasósu úr kastaníusveppum, salati og rósakáli sem var borið fram með möndlum og smá smjöri.  Þetta var gríðarlega gott, satt best að segja.  En við áttum samt talsverðar leifar af þessu því þetta var dágott magn.  Leifunum var fyrirkomið með því að setja þær í tortilla pönnukökur með salsa, salati, tómötum, sýrðum rjóma og osti.  Það lá við að það væri betra!  Ég veit ekki hvort ég myndi nenna þessari eldamennsku aftur á svona degi sem maður vill helst gera sem minnst en ég er alveg til í að elda aftur hnetusteik.

Á þrettándanum elduðum við lambaribeye, höfðum keypt rúm 600 grömm en merkilegt nokk, torguðum bara helmingnum.  Afgangurinn af þessu góða kjöti var svo afgreiddur með því að skera í litla bita, brúna á pönnu og borða svo í pítubrauðum (þessum frystu, ekki svampinum í loftþéttu umbúðunum!) með salati, tómötum og hvítlaukssósu.  Þið vitið, svona svipað og Grikkir borða.  Þetta var eins og fyrrnefnda restin, hrottalega gott.  Oftast gleymum við svona matarafgöngum í ísskápnum og þetta breytist í svona "Mystery Meat" og er hent en þetta var góð ráðstöfunum á restum.

En ég hef ekki grænan grun hvað skal elda í kvöldmat núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi tilraun. Mig hefur lengi langað til að prófa að búa til hnetusteik. Hins vegar eru sko allar restar góðar á mexikanska vísu. Ég er kolfallin fyrir þeirri matseld en ekki nógu dugleg að prófa. Litla skriflið systurdóttir mín fær sérstakar kveðjur og þakkir fyrir nýja frasann í lífi mínu: "Ertu skarpari en skólaepli?".

Auður (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband