Þetta syngur yngri dóttirin hástöfum, að vísu ekki alveg skýrt en 'skólaepli' skilst vel. Enda er þarna feikna epli í logoi þáttarins.
En...fyrsta blogg ársins, gleðilegt ár til ykkar allra og vona að þið eigið gott, skapandi og hamingjusamt ár! Hér höfum við haft það ágætt þó svo að það hafi verið hörkuvinna að elta litla dýrið sem er uppátækjasöm með afbrigðum! Fyrir svona fimm mínútum var ég að stoppa frökenina í að hella flösku af chilisósu út í kókglas (sitt eigið sem betur fer!) og lýsti hún yfir, sigri hrósandi, að þetta væri kók (kób). Ég var ekki sammála og sagði að þetta væri bjakk og það þótti henni gríðarlega fyndið.
Hér heima er nóg að starfa að vanda og að auki er ég með heimavinnu tengda vinnunni sem ég ætla að klára núna um helgina. Ætla þó að leyfa mér þann "munað" að taka til í eldhúsinu áður en ég byrja, svo ég minnist nú ekki á þörfina til að blogga áður en ég byrja! Sálfræðingurinn kallar þetta forðun og ég býst við að það sé það sem ég er að gera núna. Fór í alvörunni að hugsa um hvort ekki væri tímabært að taka til í fataskápunum núna en stoppaði sjálfa mig af á þeim tímapunkti. Þá er kannski betra að bíta á jaxlinn og setjast fyrir framan tölvuna að vinna! Fljótlegra líka.
Ég ætla að reyna að vera vænni og betri við sjálfa mig á þessu ári. Það er hægara sagt en gert skal ég segja ykkur því ég hef gríðarlega tilhneigingu til að láta sjálfa mig mæta afgangi. Þessi pæling kemur líka af því að á síðasta ári leiddi þessi hegðun til veikinda og þar finnst mér eiginlega eitthvað vera komið yfir mörkin, allrækilega. Það verða engin stórfengleg heit um megrun/hreyfingu/bindindi/meira sokkaprjón því ég held að það sé forgangsverkefni að líða vel í eigin skinni, þá fylgir restin á eftir. Þegar ég keypti mér nýja tölvu í nóvember var það gert á þeim forsendum að Hulda væri svo áhugasöm um tölvur og þessi týpa af tölvu væri aðgengilegri en aðrar. Ég nefndi þetta við sálfræðinginn minn og hún tók til þess að ég þyrfti afsökun til að fá mér tölvu, að það væri allt í lagi að leyfa sér að fá sér hluti sjálfur! Hárrétt hjá henni og ég veit svei mér ekki hvernig hlutirnir þróuðust svona. Ég ætla líka að huga að því að minnka aðeins við mig vinnu, á þó eftir að spekúlera það út nákvæmlega.
Hulda hefur tekið gríðarlegum framförum í tali í jólafríinu og greinilega allt kraumandi í litla kollinum. Hún á erfitt með að ná sér niður á kvöldin því það er svo mikið í gangi og þetta er fyrir utan hinn týpiska sólarhringsviðsnúning sem verður hjá landslýð yfir jólin. Skringilegt samt að hún notar ennþá "il e" og "ell e" í stað þess að segja "hann er" "hún er" "það er". Við höfum stundum grínast með að hún hafi byrjað of snemma að taka inn tungumálið því ég var í frönsku á síðustu mánuðum meðgöngunnar og hún hefur vafalaust heyrt góðan skammt af "Il est/elle est" og hefur ekki beðið þess bætur síðan!
Ég fékk í jólagjöf frá fjölskyldunni DVD diska með Hercule Poirot sjónvarpsmyndunum. Það eru þessar sem eru með David Suchet í aðalhlutverki, það dugar ekkert annað! Einhvern veginn finnst mér alltaf vera punkturinn yfir i-ið ef maður á góða breska þætti til að horfa á yfir jólin. Sitja með tebolla eða rauðvínsglas og glápa á sjónvarpið. Svo eru í þessum þáttum svo fallegir leikmunir og liggur við kennslustundi í Art Deco stílnum sem ég hef elskað út af lífinu frá því ég var unglingur. Og svo var afar gaman að sjá aftur Hastings með heiðríkjusvipinn og Japp hjá Scotland Yard að ógleymdri henni Miss Lemon.
Nú er Hulda farin að halda konsert með munnhörpu og víst komið að mér að tína til í eldhúsinu og setjast svo í textaskriftir (sem ég fæ borgað fyrir - ekki þetta!)
Flokkur: Bloggar | 5.1.2008 | 16:36 (breytt kl. 16:38) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Gleðilegt ár og megi þér takast allt sem þú ætlar þér
Gott heit að vera betri við sjálfa þig - svo er að standa við það
Dísa Dóra, 5.1.2008 kl. 18:49
Ég er nú ennþá jafna mig í magavöðvunum, fékk svo miklar harðsperrur af hlæja af stuðinu hjá henni Huldu á gamlárskvöld!! Skaupið hvað!!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.