Jóladagur loksins runnin upp og fólkið aðeins að ná öndinni (hún er að þiðna uppi í eldhúsi as we speak!)
Ótrúlega annasamur mánuður en það hjálpaði þó að helgin lá svona skemmtilega að jólunum. Ég fer að vinna á þriðja í jólum, að vísu stuttan dag en verð svo í fríi daginn eftir.
Aðfangadagskvöld gekk alveg ágætlega fyrir utan trönuberjasultuna sem frúin brenndi á meðan hún var að snyrta á sér trýnið. Fyrir einhverja stórfenglega tilviljun hafði tengdamamma gaukað að mér aukapoka af trönuberjum svo málinu var reddað. En það er ekki útséð með að aumingja pottinum sem lenti í þessum hremmingum væri reddað. Við borðuðum snigla í forrétt, að vísu ekki heimatilbúna i þetta sinn en góða engu að síður (mínir eru betri!) Svo var eldaður kalkúnn, að þessu sinn að hætti Nigellu og útbúin "fylling" með kastaníum sem var bökuð sér. Eftirréttinum var slaufað og borðað í staðinn gómsætt súkkulaði með chili og þurrkuðum appelsínum.
Hulda var afskaplega dugleg og þolinmóð í gegnum þetta allt en þegar henni fannst máltíðin vera farin að dragast á langinn fór hún að brúka sig aðeins, fleygja spilum til að ná athygli og segja "Ég fáa pakkana mína!" Og þá var restin af máltíðinni hespað af og farið í pakkaopnun. Hulda fékk gnótt góðra gjafa en sigurvegarar kvöldsins voru ótvírætt Öskubuska og Prinsinn í dúkkuformi sem áttu svo miklum vinsældum að fagna að þau voru tekin með upp í rúm. Prinsinn reyndar var búin að bæta í kvennabúrið þremur nöktum barbie dúkkum sem ferðast um með honum á flesta staði. Afar prinsalegur siður sýnist okkur. Við gáfum Huldu rafmagnstrommur enda er hún búin að hafa gríðarlegan áhuga á trommum í haust. Um daginn vorum við til að mynda í búð og Hulda stóð við tvær kökudósir og spilaði. Einnig er minnisstæð ferð sem við fórum með Sigga í Rín og á meðan Siggi var að skoða gítara og spjalla við afgreiðslumanninn gekk Hulda í rólegheitum að rafmagnstrommusetti, tyllti sér á stólinn, setti á sig heyrnartólin og tók upp kjuðana. Fór svo að spila, nokkuð taktfast og örugglega og hélt meira að segja rétt á kjuðunum. Skemmst frá því að segja að allir í búðinni voru gapandi, ekki síst afgreiðslumaðurinn sem hafði aldrei séð lítið barn gera svona.´
Ég óska ykkur allra svo gleðilegra jóla og hafið það náðugt! Ég veit að ég ætla að reyna það
Flokkur: Bloggar | 25.12.2007 | 14:38 (breytt kl. 14:38) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.