Fyrst ber að nefna að húsbóndinn átti afmæli í gær og gáfum við mæðgurnar honum góða gjöf. Ljós lífs míns er semsagt orðinn fertugur!
En í dag vorum við á Barnaspítalanum hvar Hulda var tekin í hin ýmsustu tékk. Hún stóð sig vel litla stýrið en það var mikið lagt á mína manneskju og dálítið er nú búið að skæla í dag. Núna liggur hún enn og sefur og missti þar af leiðandi af verðlaununum frá Lansanum sem var huggulegur hestur. En eins og allir vita þá er Hulda talsverð áhugamanneskja um hesta. Við versluðum líka verðlaun fyrir að standast þolraunirnar og verða þau afhent í kvöld þegar litla manneskjan er vöknuð og pabbi kominn aftur heim.
Ég er ekki búin að gleyma loforði mínu um seinni hluta ferðasögunnar en það hangir dálitið á því að ég hafi tíma til að setja inn myndirnar sem eiga að vera með.
Nú ætla ég að fara að huga að prinsessunni og gá hvort hún fari ekki að rumska af lyfjasvefninum. (Á hverju var eiginlega Þyrnirós?)
Flokkur: Bloggar | 27.9.2006 | 16:40 (breytt kl. 16:41) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Kæri mágur/svili; Vér norðlendingar sendum okkar bestu afmæliskveðjur og vonum að fjölskyldan hafi tíma til að halda upp á þessi merku tímamót. Við þökkum góða og hlýja viðkynningu á undanförnum árum og vonumst til að eiga enn fleiri skemmtileg ár framundan með þér. Við biðjum Þórdísi, Valgerði og Huldu Ólafíu að kyssa þig frá okkur.
Auður og Helgi (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.