Ferðalag á fullu tungli

Við brugðum okkur í sveitina þessa helgi, nánar tiltekið í Biskupstungur.  Þegar við vorum að leggja af stað á föstudaginn sáum við að að það var fullt tungl.  Einhvern veginn hefur fullt tungl og samkvæmishald gengið brösuglega hjá okkur í gegnum tíðina, til að mynda þurfti einu sinni að kalla til sjúkrabíl í matarboði sem við héldum því  óttast var að einn gesturinn væri að fá fyrir hjartað!

Með okkur komu Gaflararnir og dóttir þeirra.  Fyrsta atrenna kom á föstudagskvöldið þegar húsbandið hélt að hann væri búinn að láta renna í pottinn en kom svo inn, dálítið skringilegur í framan, og sagði: "Heyrðu Þórdís!  Þarf maður að láta tappa í botninn á pottinum?"  Þá var potturinn ennþá tómur en hvergi fannst tappinn.  Reyndar fannst hann eftir smá leit við hliðina á pottinum, í keðju nota bene og þá var hægt að láta renna í pottinn.  Um kvöldið hugðist fólk svo skreppa í umræddan pott.  Hafnfirska húsbandið fór fyrst út, opnaði pottinn, settlaði rauðvínsglasið og hafði það náðugt.  Við hin fullorðna fólkið fylgdum á eftir.  Allt var þetta gott og fínt þar til atburðarrásin fór svona í slow motion.  Við frýrnar sáum lokið á pottinum byrja að detta ósköp rólega en samt of hratt til að nokkuð væri hægt að gera í því.  Það datt svo í hausinn á þrem af fjórum með brauki og bramli.  Við fengum kúlur og auma skalla en sem betur fer ekkert verra.  Þá hafði gleymst að festa bannsett lokið.  Að því loknu var farið upp úr, sest niður inni til að róa taugarnar og farið að sofa.  Allt í góðu lagi þar til....

...klukkan fimm, en þá hófu eiginmaðurinn og unglingurinn að kasta upp hvort í kapp við annað.  Eða kannski skiptust þau á.  Þá voru þau komin með mígreni, líklega af völdum eldunarvínsins sem var notað í matreiðsluna og hafði verið keypt í Nóatúni.  Undir morgun hættu uppköstin en sjúklingarnir sváfu fram eftir degi og nýttu sér verkjatöflurnar sem ég hafði af rælni keypt á síðustu stundu.

Um kvöldið var verið að grilla lambalæri, undirbúa Hasselback kartöflur og gera klárt fyrir dýrindismáltíð þegar hvað gerist?  Rafmagnið fór í uppsveitum Árnessýslu.  Eitthvað var hún vinkona mín óhress með að geta ekki búið til sveppasósuna sína með þessu en við reyndum að redda þessu, bjuggum til salat og smjör þurfti að duga sem meðlæti.  Eins og gefur að skilja vorum menn ekki mjög matlystugir í þessu borðhaldi og á endanum vorum það bara ég og Gunni sem sátum að narta í matinn.  Ég hafði, af sömu rælni og áður, gripið með mér poka af kertum, svona teljósum og stungið kertakveikjaranum með.  Það kom sér aldeilis vel í myrkrinu, bæði fyrir og okkur og svo fyrir Kertasníkjana tvo sem bönkuðu upp á í myrkrinu og báðu um kerti.  Rafmagnið kom svo loksins, þá var minnsta barnið sofnað og búið að setja það í rúmið, eiginmennirnir lognuðust svo útaf, þvi næst unglingarnir og við vinkonurnar gengum svo til náða upp úr tólf.  Partístuð á laugardegi.En ég var svosem ekki til stórræðanna hvort eð er og hafði afar gott af því að hvíla mig aðeins.  Er uppálagt að gera meira af því af yfirvöldunum og ætla að hlýða....

Þannig að kannski er betra að skoða hvað tunglið er að gera áður en maður bókar sér sumarbústað!  Nei, ég segi bara svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helga amma okkar hélt því fram að allt yrði vitlaust á fullu tungli. Þá færu margar fæðingar í gang í einu. Ljósmóðurgallinn var því tilbúinn upp á vegg, nýstífaður og taskan á sínum stað í ganginum.

Ég vona að þið séuð búin að ná ykkur eftir tungfyllta helgi. Bestu kveðjur frá okkur norðanmönnum

Auður stóra systir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband