Guðbrandur Erlingur Harðarson (a.k.a. Kisi) hefur verið staðinn að bellibrögðum nokkrum sinnum. Það hefur sést til hans þar sem hann ýtir stól upp að lokuðum hurðum, fer upp á stólinn og opnar viðkomandi hurð. Hann reyndi að opna inn á húsbóndann á heimilinu í sturtu um daginn og í kvöld reyndi hann að opna inn til Valgerðar sem brást heldur ill við. Enda gæti það reynst kettinum skeinuhætt að fara inn í hellinn þann, í það minnsta hættir annað heimilisfólk sér ekki inn að óþörfu!
Helgin fór í ýmis konar pot og lagfæringar og það er langt í að við séum búin að öllu slíku. En það er komið númer á húsið, búið að laga póstlúguna, búið að panta rúður hjá Íspan, búið að kaupa útiljós(vantar bara rafvirkjann!) og núna á eftir skal gert að borðinu sem ég sit við núna. Á það verður skrúfað tölvustatíf, lyklaborðshilla og grind til að organisera snúrur og halda þeim frá gólfinu. Já, ég fékk líka hillu samsetta um helgina og hún stendur núna við hliðina á borðinu. Næst á dagskrá er að losna við annarra manna drasl úr herberginu, taka til og þá ætti að hýrna aðeins yfir minni. Bræðragengið ætlar að koma hér í dagsbirtu von bráðar og setja niður grind fyrir pallinn. Sumarverkin endast okkur fram á vetur í þessari sveit!
Systurnar sátu báðar heima í gær þar sem að það var skipulagsdagur í báðum skólum. Þær fögnuðu fríinu með því að sofa ótæpilega og glápa á sjónvarpið. Hulda er enn mikil mömmumanneskja og sagði áðan þegar ég kom að taka hana upp úr baðinu: "Mamma! You came!", eins og ég væri sjaldséð. Barnið er svei mér þá næstum tvítyngt, það litla sem hún talar, spurning um að fara kenna henni frönsku eða ítölsku? Nei, segi bara svona.
Jæja, best að vinda sér í verkin. Sjáumst síðar!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Hehehehe, hér var hlegið hátt og innilega yfir mjög sniðugum ketti. Næsta skref er bara að kenna honum á klósettið.
Kristin Helgadottir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 05:59
Það er greinilega nóg um að vera hjá ykkur.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.