Jæja, hér kemur þá hvað við höfum verið að bjástra í útlöndum.
Við fórum af stað frá Íslandi fáránlega snemma þann 28. ágúst. Stoppuðum á Stansted og þurftum að hanga heillengi með ferðatöskurnar þar sem Ryanair byrjaði ekki að tékka inn fyrr en tveimur tímum fyrir brottför. Á meðan við biðum, orðin glorhungruð, fórum við á "írskan" pöbb, O'Neil's, eins og ég var búin að minnast á og það er full þörf á að ræða þetta aftur því hamborgarinn þar bragðaðist eins og hann hefði verið hakkaður saman úr gamalli lifur og niðursneiddum þörmum. Bjakkfest galore!
Svo var flogið yfir til Dublin með Ryanair og tekin svo rúta í bæinn. Við gistum á Jurys Inn á Parnell stræti fyrstu tvær næturnar og það var þokkalegasta hótel, snyrtilegt og hæfilega ópersónulegt! Helsti kosturinn þar var ísvélin frammi á gangi.
Fyrsti dagurinn í Dublin fór í allrahanda stúss: kaupa bindi handa húsbóndanum sem hafði gleymt sínu nýkeypta bindi heima. Fundum alveg eins bindi í Next og heimabindinu var skilað af Mary Poppins og félögum og keyptir bolir handa Huldu í staðinn. Svo þurfti að sjálfsögðu að skreppa í Boots og kaupa þær snyrtivörur/sjampó/sturtusápu etc. sem vantaði. Einnig var droppað inn í Monsoon þar sem húsfreyjan verslaði skartgripi til að fara við nýja kjólinn.
Daginn eftir var stokkið upp í lest til Galway og er lítið um þá ferð að segja nema það að það er svo margfalt þægilegra að ferðast með lest að maður lét sig alveg hafa kostnaðarmuninn. Reyndar heyrðum við svo sögur af því seinna hvernig var að taka rútu á milli. Þórir og Renata, foreldrar Marteins, hafa tekið rútuna af og til og það mun vera fjögurra tíma ferðir með engu pissubreiki, nema þegar farþegarnir gera uppreisn!
Svo var komið til Galway, í hífandi roki og rigningu enda leifarnar af hitabeltisstorminum Debbie að ganga yfir. Debbie does Ireland. Við komum inn á hið frábæra Bed and Breakfast, Bayberry House þar sem heiðurshjónin Tom og Marie Cotter ráða ríkjum. Ég á ekki til næg orð til að lýsa hvað vistin var góð þar. Dýrlegur morgunverður, yndisleg hjón. Okkur var skutlað í brúðkaupið og skutlað á lestarstöðina þegar við fórum. Ef ég ætti að vera á svona BnB aftur í Galway myndi ég hiklaust fara til þeirra aftur.
Um kvöldið fórum við á Glenlo Abbey hótelið og borðuðum kvöldverð með Íslendingunum. Þetta er fimm stjörnu pleis, næstum því út í sveit og myndir af allra handa burgeisum og fyrirmennum eru upp á vegg á barnum þarna. Nefni sem dæmi Pierce Brosnan og Hillary Clinton. Veitingasalurinn var afar virðulegur, skreyttur með damaski og brókaði og píanóleikara að glamra hugguleg lög. Merkilegt að kallinn spilaði þó lögin í meira eða minna sama takti. Þetta var svo huggó að maður bjóst alveg eins við að sjá Hercule Poirot eða Miss Marple að snudda þarna. En eins fínt og þetta var, og maturinn reyndar svakagóður, var svo merkilegt að fólkið sem var að vinna þarna var ekki með með neina uppskrúfaða stæla og var afar þægilegt. Ég sæi það nú í anda á sambærilegum íslenskum stað, hver sem það væri.
Daginn eftir var náttúrlega stóri dagurinn. Við Siggi brugðum okkur þó í bæinn um morguninn á meðan Valgerður chillaði uppi í rúmi, las og borðaði gotterí. Svo var haldið til kirkju og það var doldið tense andrúmsloftið þegar fór að koma í ljós að brúðurinn var bara ekki að mæta. Hún komst þó að lokum, hálftíma eftir áætlaðan byrjunartíma og allt gekk eins og í sögu. Þá höfðu þau lent í allrahanda umferðarklandri á leiðinni, m.a. verið föst fyrir aftan flutningabíl í 20 mínútur, og eitthvað voru taugarnar farnar að þenjast þeim megin. Brúðhjónin voru pússuð saman, kirkjugestir fengu að klappa í kirkjunni og athöfnin var falleg.
Svo var haldið á Glenlo hótelið aftur þar sem veislan var haldin. Sami frábæri maturinn og svo svaka stuð eftir matinn þegar var dansað, fyrst við hljómsveitarundirleik og svo kom plötusnúður og hélt uppi fjörinu. Byrjaði á því að spila 500 miles (með Proclaimers) og undirrituð tók þátt í að stappa og dansa svo drundi í trégólfinu ásamt öðrum brúðkaupsgestum. Ótrúlegt stúð
Mér skilst að síðustu gestirnir hafi farið heim um fjögurleitið en við lúskruðumst heim um hálftvö, alveg búin.
Daginn eftir var farið heim til Clodugh og Marteins þar sem fjölskyldurnar hittust. Það var ekki síður skemmtilegt og gaman að tala við fókið í fjölskyldunni hennar Clodugh. Merkilegast var þó að þetta minnti mig svo sterklega á okkar eigin fjölskyldu (Hulduherinn) því kvenfólkið er á svipaðri hæð, sami kjafturinn og stuðið á liðinu og fólk álíka röskt að ganga frá eins og gerist hér. Það er líklega sterkt íragenið sem kemur úr Eyjafirðinum, því maður sér talsvert af litlu og kringlóttu kellingunum þegar maður fer norður. Okkur Valgerði leið ágætlega því þarna vorum við í meðalhæð, ekki dvellar eins og Helga kallar það. Og ég sá konu sem var glettilega lík Huldu Katrínu. Ég sá reyndar líka slatta af krökkum sem voru krullótt á svipaðan hátt og okkar Huldur.
Daginn eftir fórum við aftur í lestina og fórum til Dublin. Vistin í Galway var yndisleg og ég ætla mér að fara þangað aftur og hafa þá aðeins lengri tíma til að skoða mig um og slaka aðeins á.
Ég held ég verði að skrifa restina af ferðasögunni seinna því þetta er orðin svoddan langloka...
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.