Sumarfríið er búið og ég er búin að vera í vinnunni í tæpa viku. Hafði þó ekki af að fara í dag þar sem ógleði og kveisa herja á mig. Er að vona að heilsan sé að batna.
Hulda fékk hlaupahjól í gær, svona mini útgáfu með þremur hjólum sem kemst blessunarlega ekki mjög hratt. Hún er ekki alveg búin að ná tökum á tækninni með að ýta sér áfram þannig að aðalsportið núna er að standa á hlaupahjólinu og láta tábrotna móður sína trilla sér fram og aftur um gangstéttina! Hún er farin að vera duglegri að vera úti og stingur ekki af eins og hún gerði áður. Svo þegar maður er með hana úti hittir maður nágrannana, þá er að gera sig vel að segja fólki frá því hvernig manneskja Hulda er og mér sýnist að hún fái konunglega meðferð fyrir vikið. Skemmtileg og jákvæð þróun sem ég vona að haldi áfram.
Fyrsta "skóflustungan" að pallinum fyrir framan var tekin í gær þegar við byrjuðum að stinga upp bévítans grasið sem við ösnuðumst til að setja fyrir framan hús. Lífið væri svo sannarlega einfaldara ef við hefðum bara hent afgangstorfinu þegar var tyrft aftan hús í stað þess að vera nýtin og troða því fyrir framan hús. Eiginmaðurinn er búinn að fá áætluð verð á efni í pallinn en það er, nota bene, áður en bræður hans prútta verðið niður. Og við erum að fá grófa kostnaðaráætlun á hellulögnina. Við skruppum og skoðuðum Fornalund hjá BM Vallá til að spekúlera hvaða grjót okkur líst á en eitthvað gekk mér illa að settla mig á eitthvað ákveðið. Línur gætu þó farið að skýrast.
Bókin á náttborðinu er Unstrange Minds og fjallar um hvort einhverfa sé raunverulegra að verða algengari eða hvort þetta sé spurning um breyttar skilgreiningar og betri greiningar. Fyrir bók sem er skrifuð á fræðilegu nótunum er hún mjög læsileg og hreinlega bara gaman að lesa hana. Svo er ég að sjálfsögðu búin að lesa Harry Potter hinn síðasta og fannst hún mjög góð. Um daginn las ég svo "To kill a mockingbird" sem ég hafði aldrei lesið áður og sama einkunn og hinar, snilldarbók. Ég hef ekki lesið svona margar bækur í röð í nokkur ár held ég. Þess ber að geta að ég fékk bókasendingu frá Amazon um daginn. Næsta mál á dagskrá er að útvega sér fleiri bókahillur - eða halda tombólu!
Flokkur: Bloggar | 13.8.2007 | 17:01 (breytt kl. 17:03) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Maður þarf greinilega að fara að kíkja á framkvæmdirnar ykkar. Við erum á fullu að reyna að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta hjá okkur. Við erum búnar að fá nýja teikningu af eldhúsinu, og er næsta skref að fá teikningar frá verkfræðinginum samþykktar. Svo að hækkt sé að rífa niður veggin og setja súlu í staðin. Það verður þó að athugast að þetta verður ekki súlustaður. Nú er bara að reyna að fatta hvernig flísar maður vill hafa. Það er ótrúlega erfitt að finna einhverjar flísar sem manni líst vel á. Kv. Þórhildur
Þórhildur (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.