Ég er eiginlega hálf orðlaus yfir dauðatíðindum dagsins. Dagurinn byrjaði reyndar á að við ókum framhjá slysi á mótum Laugavegs, Suðurlands og Kringlumýrabrautar. Þar lá mótorhjól á hliðinni og tveir bílar á ská og skjön. Löggan út um allt og gatnamótin hálflokuð. En þetta rataði ekki í fréttirnar ólíkt öðrum slysum svo vonandi fór þetta betur en á horfðist. Brá mér reyndar í jarðarför hjá mætum manni seinna um morguninn og var hann svo jarðsettur í nýja kirkjugarðinum sem er hér í hverfinu. Blessuð sé minning hans.
En lygilegur fjöldi fólks virðist vera orðið afsiðað/siðblint/snældugalið miðað við háttalag þess úti í samfélaginu. Nauðganir á skemmtistöðum, hraðakstur við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, ótæpileg áfengis og vímuefnaneysla og almennar barsmíðar, tannútsláttur og eyrnastýfingar. Spennandi umhverfi til að búa í og ala börnin sín upp í?
En litli jón út í bæ er enginn eftirbátur, birtingarmyndirnar eru bara öðruvísi. Það er sómafólkið sem hendir rusli þar sem það stendur, eyðir meiru en það aflar, borðar meira en það torgar, skilur við fleiri maka en það endist með, safnar klamidíu og lekanda og skilur svo ekkert í því af hverju getnaður á óskabörnunum gengur brösuglega. En svona höfum við Ísland í dag.
Ég veit að þetta er óttalegt svartagallsraus en manni er doldið þungt í sinni þegar tollurinn verður svona hár á einum degi. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera hress og peppuð, tilefnið er lítið til þess háttar æfinga í dag.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.