Svei!

Þurfti að tala við Kredikort/Mastercard áðan - einföld fyrirspurn.  Kvenmaðurinn sem svaraði í símann í "Þjónustuverinu" var svo fúl og úldin að ég velti því fyrir mér úr rústum hvaða af sér gengna ríkisfyrirtæki téð frauka hafi verið dregin.  Hún hlustaði varla á það sem ég var að spyrja um, nennti því greinilega ekki, greip fram í fyrir mér, talaði við mig eins og ég væri hálfviti, ekki konan með platínukortið, og var bara almennt til ama og vandræða.  Með semingi gat hún þó að lokum svarað því sem ég var að spyrja um og var samtalinu þá lokið.  Kannski var klukkan orðin of nálægt fjögur á Flöskudegi til að hún mætti vera að því að sinna vinnunni sinni?  Þar sem ég er nú verslunarmaður sjálf reyni ég almennt að stunda kurteisi, bæði í minni vinnu og eins þegar ég þarf að leita þjónustu annars staðar þannig að ég er eiginlega klossbit á þessum móttökum.

Þess ber þó að geta að þau fáu skipti sem ég hef þurft að tala við þetta þjónustuver áður hef ég fengið prýðismóttökur og þá hjálp sem þurfti.  En ég er ekki ánægð núna.

Eins og ungir myndlistarnemar áttu til að segja hér fyrr á árum: "Bölvuð ýldufýlup..."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband