Helgarskýrslan

Þessi Verslunarmannahelgi er búin að vera aldeilis ágæt.  Á laugardeginum hittist Hulduherinn og grillaði lambalæri og rann það ljúflega niður ásamt prýðilegum rauðum vökva. 

Svo á sunnudeginum skruppum við og heimsóttum Óla sem átti fimmtugsafmæli þann dag.  Um kvöldið brunuðum við svo í Borgarnes ásamt Gunna og Kiddý og sáum Benedikt Erlingsson gera Agli Skallagrímssyni snilldarskil.  Ef þið hafið einhvern möguleika á, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu.  Mér skilst hún sé fram í september.  En ég var ekkert yfir mig hrifin af málsverðinum sem við fengum á undan í samliggjandi húsi.  Ágætt kjöt, stjörf kartafla og naumur skammtur af grænmeti.  Stressuð þjónusta.  Mætti senda liðið sem vinnur þarna á námskeið hjá Nordica því það fólk fer létt með að þjóna miklum mannfjölda.

Mánudagurinn fór svo í leti og videogláp með dætrunum sem var bara aldeilis fín notkun á deginum. 

Merkilegt að menn telja hátíðarhöldin vel heppnuð þegar fáar nauðganir eru og einungis eitt banaslys.  Ég held að við Íslendingar séum að stíga nokkur stór skref afturábak með svona hugsunarhætti.  Eins og þessi helgi sé eitt allsherjar drykkjublót og mannfórnir séu bara sjálfsagður fórnarkostnaður.  Nokkur líf ónýt, hvað er það á móti hamingju minnar timbruðu þjóðar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband