Þessi Verslunarmannahelgi er búin að vera aldeilis ágæt. Á laugardeginum hittist Hulduherinn og grillaði lambalæri og rann það ljúflega niður ásamt prýðilegum rauðum vökva.
Svo á sunnudeginum skruppum við og heimsóttum Óla sem átti fimmtugsafmæli þann dag. Um kvöldið brunuðum við svo í Borgarnes ásamt Gunna og Kiddý og sáum Benedikt Erlingsson gera Agli Skallagrímssyni snilldarskil. Ef þið hafið einhvern möguleika á, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu. Mér skilst hún sé fram í september. En ég var ekkert yfir mig hrifin af málsverðinum sem við fengum á undan í samliggjandi húsi. Ágætt kjöt, stjörf kartafla og naumur skammtur af grænmeti. Stressuð þjónusta. Mætti senda liðið sem vinnur þarna á námskeið hjá Nordica því það fólk fer létt með að þjóna miklum mannfjölda.
Mánudagurinn fór svo í leti og videogláp með dætrunum sem var bara aldeilis fín notkun á deginum.
Merkilegt að menn telja hátíðarhöldin vel heppnuð þegar fáar nauðganir eru og einungis eitt banaslys. Ég held að við Íslendingar séum að stíga nokkur stór skref afturábak með svona hugsunarhætti. Eins og þessi helgi sé eitt allsherjar drykkjublót og mannfórnir séu bara sjálfsagður fórnarkostnaður. Nokkur líf ónýt, hvað er það á móti hamingju minnar timbruðu þjóðar?
Flokkur: Bloggar | 8.8.2006 | 20:46 (breytt kl. 20:47) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.