Vestfjarðaferðin

Smáfjölskyldan fór í Vestfjarðaleiðangur í liðinni viku. Unglingurinn kvaðst þurfa að vinna og fór ekki með en var í góðu sambandi við frænkur, frænda og Securitas svo ekki var hún eftirlitslaus. En skemmst er frá því að segja að ferðin var alveg æðisleg. Ég hafði aldrei komið þarna áður svo ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast.

Hulda að vísu lenti í smáhremmingum uppi á Þorskafjarðarheiði því hún varð bílveik í öllum hristingnum og beygjunum og sveigjunum. Stelpuanginn stóð svo hágrátandi úti á sokkabuxunum einum saman, í hífandi roki, í þriggja stiga hita á meðan verið var að flysja gubbuflíkurnar utan af henni. Fyrir einhverja leti og aulaskap hafði ég ekki hirt um að fjarlægja eina flíspeysu úr bílnum þegar við fórum og það bjargaði miklu fyrir ungar stúlkur.

En þegar í bústaðinn var komið væsti ekki um okkar manneskju. Hún er greinilega sveitastelpa í hjarta sínu því henni leið ótrúlega vel í sveitinni og undi sér mjög vel, ekki síst því hún hafði allt liðið í kringum sig til að dekra við sig.

Tókum svo akstur á Ísafjörð þegar sumarbústaðavistinni lauk og gistum svo í Flókalundi eftir að hafa verið étin lifandi af vestfirskum pöddum við Dynjanda.  Og eftir að hafa skoðað þá firði sem við náðum að fara er ég farin að skilja frasann "hrikaleg fegurð".  Og mikið kom mér á óvart hvað var fallegt á Ísafirði.  Ég bjóst við að það væri alveg ágætt þar en það er barasta stórfallegt.

Langur akstur heim á leið og oss verkjaði í allann skrokkinn þegar heim var komið. Einhverjar hugmyndir höfðu verið um að skreppa til Akjureyris en Auður hefur fengið veður af því og stakk sér til Köben á krítískum tímapunkti!

En kannski verður barasta önnur ferð farin í sumar til að heilsa upp á Norðlendingana?

Ég er hins vegar svo sannarlega til í að skreppa aftur vestur og skoða meira í rólegheitunum.

P.S. Frábær búð á Ísafirði sem heitir Orkusteinn. Fer örugglega þangað aftur ef hún er enn starfandi næst þegar ég drattast í heimsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fallegt á vestfjörðum og fjöllin brött. Við erum búin að keyra um firðina einu sinni, trítluðum um Hornstrandir og langar aftur þarna í sumarferð. En ég er komin heim frá Köben með Birtu með mér og hér verðum við hjá afa næstu vikurnar. Við erum frekar þreyttar eftir langt flug í gær og akstur frá Egilstöðum til Akureyrar. Allir velkomnir í heimsókn svo lengi sem húsrúm leyfir. Við erum líka með Rúmfatalagerinn hér á Akureyri, þannig að við náum bara í vindsængur ef pláss í rúmum þrýtur.

Auður stóra systir (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 15:23

2 identicon

HÆ, hvernig myndi ykkur lítast á að hittast annað hvort helgina 20 til 22 júlí eða 27 til 29 júlí. Þá er bæði mamma og Þórdís í fríi. Ég verð farin að vinna en gæti komið með flugi.

Kveðja, Tóta

Þórhildur (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:42

3 identicon

Það hentar mér betur helgin 20-22 júlí! Ég skal alveg mæta til Akureyrar

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 12:26

4 identicon

Hæ Hó 

Ég er alltaf til í að skreppa á Akureyri. Ég held að það komi á sama stað niður fyrir mig hvor helgin verður fyrir valinu. Bunkinn af vinnunni verður bara að bíða yfir helgina:(

Kveðja,

Guðrún

Garún (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 12:52

5 identicon

Við Helgi komum til Akureyrar þann 30 júlí og verðum til 15. ágúst. Það væri gaman að geta hitt alla þar ef þið hafið tíma  þá!!!!!!!

Kristín

Kristin (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 08:41

6 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Við erum aðeins bundin af því að Valgerður er að vinna allar helgar nema 20-21 júlí.  Eins er ég að byrja að vinna aftur í byrjun ágúst.  En þetta er enn á umræðustiginu þannig að ekkert er mótað í stein ennþá.

Þórdís Guðmundsdóttir, 10.7.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband