Dugleg í dag

Í dag var tekið til og sorterað í tveimur herbergjum.  Við Valgerður fórum í gegnum skápa og skúffur á minna baðherberginu og þrifum innréttinguna að innan.  Út úr því komu tveir fullir pokar af rusli.
Svo tókum ég og bóndinn til í skápum og skúffum í anddyrinu.  Þar skiluðu sér tveir ruslapokar, heill svartur poki af yfirhöfnum og heill svartur poki af skóm, hverjir munu fara í Sorpu á morgun.  Allt svo þrifið og raðað snyrtilega inn í skápa aftur.

Two down, several to go!  Við ætlum nefnilega að fara svona í gegnum allt húsið.  Ruslið hefur nebblega fengið að fjölga sér óáreitt í talsvert langan tíma, tala nú ekki um að við vorum meira eða minna hálflömuð síðastliðið eitt og hálft ár.

Cleanliness is next to Holiness!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf góð tilfinning að vera byrjaður að taka til. Maður gleymir alltaf þessari góðu tilfinningu þegar allt er orðið hreint og fínt. Á meðan þið svitnuðuð í tiltekt þá skemmtum við okkur alveg frábærlega í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með Huldu og Kötu. Ég sá mest eftir því að hafa ekki verið með myndavél og náð mynd af Huldu og Kötu leiðast saman um allan garðinn. Alveg hrikaleg krútt, báðar tvær.

Kveðja,

Guðrún Björk

Garún (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 22419

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband