Gat nú verið að góða veðrið kæmi þegar ég er byrjuð að vinna aftur! Og á morgun er spáð glampandi sól og getið þið hver verður að vinna í gluggalausu herbergi lengst inni í húsi! En þó skilst mér að eiginmaðurinn ætli að hætta kannski örlítið fyrr í vinnunni svo einhver nýting náist á góða veðrinu.
Annars er ástandið meinhægt, ágætt að vera farin að vinna aftur og líka ágætt að vita að ég á dálítið frí eftir ennþá. Helsti ókosturinn við að vera komin í vinnuna er sá að mér dettur ekkert í hug til að borða í hádeginu. Heiti maturinn hjá Nóatúni er hvorki gómsætur, hollur né hagstæður í innkaupum. Ég er orðin þreytt á að borða samlokur og sömuleiðis hið klassíska kombó: jógúrt/skyr/rúnnstykki/ávextir. Salatborðið er svo sérkapituli útaf fyrir sig. Stundum er barasta varla salat þarna, þetta er orðið svona safn af mismunandi pasta, couscous, kjötbollum, kotasælu og niðursoðnu grænmeti og ávöxtum. Hvar er salatið? Ég auglýsi hér með eftir brillíant hugmyndum að hádegismat.
Hulda og Valgerður hafa það ágætt saman hér heima og eru mjög samtaka um að drasla til af lífi og sál. Segið svo að 3ja ára og 14 ára geti ekki haft sama áhugamál!
Flokkur: Bloggar | 19.7.2006 | 23:42 (breytt kl. 23:43) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Þið vinnufélagnir verðið bara að fjárfesta í samlokugrilli. Brauð með skinku og osti er klassík!
hulda katrín (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.