Var að koma heim í smekkfullum strætisvagni. Jafnvel of fullum þar sem frú Stinkerbell, sem sat fyrir framan mig, og Elnett hárspreyið hennar höfðu fullmikið vægi í mínu lífi í ca. 15 mínútur. Mér leikur forvitni á að vita hvernig ástandið verður í haust þar sem stjórn strætó er búin að boða niðurfellingu á 10 mínútna ferðunum. Og vesgú, leggja niður eina Stofnleið. Sorrí góðir hálsar, þetta var stutt grín en óskemmtilegt!
Það hefur eitthvað skolast til hvað hugtakið "Almenningssamgöngur" þýðir. Sumir segja að Íslendingar hafi valið einkabílinn og strætó sé úreltur. Vissulega eru ekki allir í strætó innræktaðir Íslendingar (já, ég meina in-bred) heldur eru sumir upprunnir í Póllandi og öðrum austantjaldslöndum, frá Asíu og í raun allra þjóða kvikindi að ógleymdum gamaldags mörlandanum. Svo sér maður fjöldan allan af túristum á sumrin brúka strætó. Og hvað með fólk sem á ekki jeppa, frúarbíl og pallbíl og hefur ekki efni á þess háttar lúxus? Og núna þegar menn segjast vera umhverfissinnar til hægri og vinstri, er þá allt í góðu að fara fretandi um allt, aleinn á sínum bensínbíl?
Mig grunar að fólkið sem segi svona hluti fari aldrei í strætó. Og vissulega eru strætisvagnarnir oft fámennir á milli 9 og 15.30. En halló, þá er fólk almennt að vinna eða í skóla. Það mætti jú athuga að gefa svona strætóbreik í skólum landsins og á vinnustöðum svo fólki líði betur. "Kennari! Má ég skreppa og fara upp í Breiðholt og aftur til baka svo strætó sé ekki tómur?" Er ekki alveg eins hægt að halda fram að þeir sem aki götur borgarinnar á þessum tímum í einkabíl hljóti nú að vera skrópagemlingar?
Menn eru samt alltaf ægilega ánægðir þegar þeir ferðast um í borgum erlendis og geta notað almenningssamgöngur á auðveldan hátt og fyrir lítinn pening. Af hverju ættum við að vera eitthvað öðruvísi heima hjá okkur? Og af hverju er ekki hægt að láta kerfið virka betur? Gamla strætókerfið var hundónýtt, virkaði vel innan gömlu Reykjavíkur, en aðrir gátu meira eða minna étið það sem úti fraus. Nýja kerfið var skömminni skárra en var langt í frá farið að virka eins og það gæti gert. Stúdentaráð var að gera að tillögu sinni að haft yrði ókeypis í strætó í september til að kynna kerfið. Að mínu viti væri þess vegna nóg að láta kosta 100 kall í strætó í þrjá mánuði til að gera þetta áhugavert. Það er nefnilega meira en að segja það að smala smámynt saman í 250 kallinn sem strætó kostar. En það væri meira aðlaðandi að geta alltaf hoppað upp í strætó fyrir 100 kallinn sinn. Þetta á ekki að vera niðurgreiddur munaður, þetta er nauðsynlegt til að borgarsamfélagið þrífist og geti þjónað íbúum sínum.
Flokkur: Bloggar | 18.7.2006 | 18:03 (breytt kl. 18:06) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Myndaalbúm
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.