Lýsisstubba

Klukkan hálfsjö í morgun rölti lítil stúlka með Bangsimon sér við hönd, inn til mín og skreið upp í rúm.  Það var ilmandi upplifun því pabbi hennar hafði náð að sulla krakkalýsi í kollinn á Stubbu í gærkvöldi og ákveðið var að fresta böðun og hárþvotti til morguns þar sem frökenin var nýkomin úr baði.  Samt merkilegt hvað maður sættir sig við þegar svona lítið krullótt fólk kemur og hjúfrar sig hjá manni.

Hér er rífandi rok og mígandi rigning, ekkert hægt að fara út.  Ég vil fá endurgreitt fyrir þetta sumar, svei mér þá.  Á eftir þurfum við að berjast í gegnum slagviðrið til að versla og tilheyrandi og nú vildi ég svo gjarnan eiga regngalla.

Ég var að lesa í Blaðinu í morgun um fjölgun offitutilfella og örorku þeim tengdum.  Mér hefur alltaf þótt merkilegt að í Bónus, hvar hinir lægst launuðu og  öryrkjar versla helst, hefur alltaf verið gífurlega fínt úrval af sælgæti.  Þetta var meira áberandi hér einu sinni þegar þeir voru með minna úrval af almennri matvöru heldur en núna.  Og gotteríi raðað hér og þar við kassana þar sem biðraðirnar eru og freistandi að stinga hinu og þessu í körfuna.  Einu sinni gengu Hagkaupsmenn á undan með góðu fordæmi (áður en Bónusfeðgar keyptu sjoppuna) og voru ekki með sælgæti við kassana.  Það er liðin tíð.  Og núna kemur maður ekki í búð án þess að slikkeríið sé úti um allt og ekki síst við kassana.  Og stærðir á öllum pakkningum eru að stækka jafnt og þétt (eins og við séum svo hitaeiningasvelt að þess þurfi), öll súkkulaðistykki að stækka, risa þetta og risa hitt. Þetta er nefnilega eins og með lásí tónlist, mikil neysla á vondu efni deyfir hæfileikann til að njóta þess sem er virkilega gott.   Fyrir utan þá staðreynd að maður vanmetur það sem maður nartar hér og þar og hæfileika þess til að auka við mjúku línurnar.  Við höfum svo sannarlega étið okkar skerf af gúmulaðinu en kannski er mál að linni?

Þá er eiginlega næsta mál á dagskrá að ræða þessa slöku ávexti sem hér fást og hrágúmmísáferðina á þeim.  Þeir eru fluttir hingað óþroskaðir til að auka geymsluþolið en verða í staðin frekar ófétislegir.  Og sumt grænmetið sem kemur hingað er bæði þreytt og bragðlaust.  Þetta er varla verjandi þegar hægt er að flytja hluti á milli á einum degi.  Það er ekki meira mál en þegar menn eru að flytja vörur milli landa á meginlandi Evrópu.  Og allir sem hafa verslað í matinn í útlöndum þekkja muninn.

Að þeim orðum töluðum ætla ég að fara í búðina og kaupa 70% súkkulaði til að búa til franska súkkulaðiköku til að hafa sem eftirrétt í matarboðinu í kvöld.  En ég held að ég sleppi smákruðerínu mikið til héðan í frá.  Maður verður jú að leggja sitt af mörkum til betra lífs, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er svo heitt her i Thunder Bay ad thad er ekki haegt ad vera uti.

Disa (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 17:40

2 identicon

Ég þori varla að segja frá að hér á Akureyri er logn og 15°C hiti, sem sé yndislegt veður. Dregur fyrir sólu öðru hverju svo það verði ekki of heitt. Enda grillum við og grillum okkur til yndisauka. Engir desertar hér!!! Holdafarið á okkur hjónunum gefur ekki tilefni til þess nema um sé að ræða ávexti eða ávaxtasalat án sykurs.

Auður stóra systir (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 14:36

3 identicon

Fullt af ávöxtum og sletta af vanillu skyr,,er bara geggjað! Mér finnst nú ekki vanillu skyr gott,,og væmið fyrir minn smekk,,en vanillu skyr í stað rjóma er nú bara mjög gott,,sérstaklega með ávöxtum!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband