Vöknuðum snemma og fórum í leiðangur austur í Villingaholt ásamt tengdamömmu og Mumma. Sáum þar sýningu Siggu á Grund sem er gífurlega fær tréskurðarkona og Huldu þótti afar merkilegt að sjá útskorna hesta, blóm, berar kvensur og fleira. Skemmtilegra þótti henni þó að komast í leiktækin og sandkassann fyrir utan skólann þar sem sýningin var haldin og tók líka nokkrar atrennur í langstökksgryfjunni ásamt systur sinni. Svo keyrðum við aðeins um Holtin og komum við í Meðalholti hjá Hannesi Lár og frú. Mummi og Lóa héldu svo áfram í frekari ferðum en við fórum heim á leið og gripum Bjössa með sem hafði farið í göngu í Reykjadal á meðan við hin vorum að spóla um Suðurlandsundirlendið.
Við gerðum aðra atlögu að grasinu og náðum að klára flestallt en þurfum þó að beita orfi á part af brekkunni þar sem við megnuðum ekki að ná öllu. Ég er alveg sammála nágrönnum mínum að það eigi bara að moka bölvaðri brekkunni burt og setja vegg. Þær framkvæmdir verða næsta vor og gerðar við þrjú hús í einu. Þá eykst fermetrafjöldinn í garðinum umtalsvert og meira skjól verður þarna. Nude sunbathing anyone?
Einnig eru línur aðeins að mótast og skýrast varðandi hvernig er staðið að framlóðínni. Nágrannakona mín kom með nokkrar hugmyndir um hana í gær en þau ætla aðeins að breyta og bæta hjá sér. Hún benti okkur einnig á hús þar sem hún var búin að sjá mögulega útfærslu. Það er mikið sem þarf að spekúlera varðandi þessi mál og markmiðið að sjálfsögðu að ná sem bestri niðurstöðu.
Annars tek ég við öllum hugmyndum og vinningshafinn fær nafn sitt skráð á spjöld sögunnar. Eða kannski bara hér?
Flokkur: Bloggar | 10.7.2006 | 11:50 (breytt kl. 12:04) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.