Okkar fyrsta...

Sláttuvél

Stóráfangi varð áðan þegar við hjónin marseruðum inn í BYKO, sóttum okkur sláttuvél og veifuðum debetkortinu flírulega framan í afgreiðslumanninn.  Enda er garðurinn farinn að líkjast meira frumskógi en settlegum bakgarði í Kópavogi.  Þetta er semsagt fyrsta sláttuvélinn okkar og við erum mjög stolt.  Eiginmaðurinn sagði mér að þótt ég hefði borgað hana þá mætti ég ekki nota hana.  Hann nefnilega ætlar að vera sá fyrsti sem slær með henni.  Svo ætlar hann að lána nágrönnunum hana.  Við keyptum svona gamaldags handvirka sláttuvél, einnig þekkt sem "bumbubaninn".  Þá finnst mér nú að ég eigi að fá að slá, ekki satt?Hlæjandi

Annars er bara stuð á liðinu, við erum öll að átta okkur og ná góðu gripi á hlutunum og allir steinsváfu í nótt.  Svo fast að kisi gat laumað sér upp í rúm til okkar (hvar Hulda var líka búin að koma sér fyrir) þannig að við sváfum fjögur í hjónarúminu í nótt.

Verkefni dagsins eru æsispennandi að vanda: þvo þvott og taka til.  Ég er búin að uppgötva að það er bærilegra að standa í þvottastússinu ef maður brýtur saman þvottinn á meðan maður er enn í þvottahúsinu.  Minn Akkilesarhæll er nefnilega að þvo og þvo og þvo og nenna svo ekki að brjóta saman.  En síðan að ég tók til á borðinu inni í þvottahúsi þá er þetta príma pláss til að ganga frá þvottinum.  Sem þetta náttúrlega var hugsað sem.  Einhver plön voru um að taka til í geymslunni og færa dótið hans kisa svo í þvottahúsið en það fer eftir veðri hvort þau plön ganga eftir.  Það er nebblega lítið spennandi að gaufa inni í ruslinu ef það er sól og blíða úti.

Ég klikkaði gjörsamlega á Lambruscoinu í gær og sullaði örlítið í bjór  í  staðinn.  Svo horfðum við á megnið af "The Last Remake of Beau Geste" með Marty Feldman og þó hún standi prýðilega fyrir sínu þá eru hún greinilega barn síns tíma.  Maður sér að klippingar eru miklu hægari en nú til dags og maður er orðin vanur snarpari framvindu.  Við höfðum ekki alveg þolinmæði í hana alla því miður.

Njótið helgarinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband