Loksins sól og sumar!

Haldið að ég hafi ekki skroppið í Ríkið rétt áðan og keypt Lambrusco!  Já, það er rétt, gumsvínið (gums-vín, ekki gums-svín, þó það sé interesting) sem maður drekkur bara í svona veðri.  Reyndar held ég að við höfum sullað meira í áfengi í vikunni en við gerum að jafna en þetta var með erfiðari vikum.  Ég þakka innilega veittan stuðning frá vinum og fjölskyldum, þið eruð gulls ígildi.  En í dag ætlum við að taka okkur smá frí frá umræðunni og anda aðeins frá okkur.  Það verður örugglega nægur tími til að hafa áhyggjur.

Við mæðgurnar skruppum í sund í dag og merkilegt nokk var laugin bara hæfilega full af fólki.  Ég hélt þetta yrði meiriháttar kraðak, engir skápar og þess háttar stemning en þetta var mjög næs.  Eftir að við komum heim hef ég lítið gert gagnlegt nema að taka til í eldhúsinu og liggja svo fyrir framan sjónvarpið (það var orðið of hvasst til að hanga á svölunum) og flissa að henni Hyacinth okkar.  Hvað get ég sagt, engin stór plön nema að drekka umrætt Lambrusco og grilla pylsur, kannski glápa á eitthvað af okkar mörgu óséðu DVD myndum.  Vondu fréttirnar koma jú reglulega og sparka í rassinn á okkur en ég bendi á fyrri færslu frá í gær og kommentið frá henni Guðrúnu Björk.

Maður verður víst að taka þetta í þeirri röð sem þetta kemur eins og móðir mín heitin sagði gjarnan.

Ætlar virkilega enginn að prófa gestabókina?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband