Ég reyndist sannspá með Huldu og þreytuna. Eftir baðið tók hún móður allra kveldúlfa (sbr. Saddam, mother of all battles), hoppaði í hjónarúminu, lét sig detta á rassinn og söng hástöfum heimatilbúna söngva sem virtust talsvert fjalla um pönnukökur, kisur og aðra hluti sem litlar stúlkur hafa dálæti á. Eftir að hafa borðað lyst sína af eggjum, skyri og fleiru var ungu konunni tjáð að nú væri kominn tími til að sofa. Hún bekenndi það, bauð góða nótt og steinsofnaði. Og svaf rækilega frameftir í dag. Við hittum í morgun enn eina manneskjuna og hittum aðra eftir hádegi. Svo er þetta barasta búið með upplýsingaöflun og í fyrramálið kemur niðurstaða. Ég mun ekki setja hana fram á þessum vígstöðvum, sumt þarf ekki að fara í netdreifingu og sumt þurfum við hreinlega að melta sjálf. En ég svara símtölum og tölvupósti glaðbeitt fyrir þá sem vilja nánari fréttir.
Jú svei mér þá, ég held að ég verði dálítið fegin þegar eitthvað er komið út úr þessu, þá kemur fótfestan kannski aftur.
En út í aðra sálma...klént sumar ekki satt? Júlí kominn og allt blautt og grátt. Mér finnst að það mætti alveg fara að skrúfa frá sólskininu, fá sér meira gas á grillið og taka lífinu með smá ró. Ótrúlega stutt reyndar þangað til ágúst kemur og fer að kólna. Ég er svo einföld sál, ofurseld neysluhyggjunni að ég hlakka alltaf til þegar ágúst kemur og IKEA bæklingurinn kemur. Og núna verður gleðin tvöföld því IKEA fer að opna hér rétt hjá, í Garðabæ, svo ég skal bara sjá um að vera þar. Neiii, ég er nú víst aðeins að ýkja þetta en engu að síður þá táknar ágúst dálítið fyrir mig að aksjónið er að byrja aftur og skrítin sem ég er, þá er það ekki slæmt. Ég ætlaði reyndar að vera búin að gera svo miklu, miklu meira í sumar svosem að ganga frá planinu hér fyrir framan, girða bakgarðinn og fleira en hlutirnir hafa náttúrlega raðast aðeins öðruvísi en maður ætlaði. En, sumarið er ekki búið enn, ég er búin að teikna upp framgarðinn og er jafnvel að spá í að fara afla tilboða í efni og undirvinnu. Sko, nú er ég búin að segja þetta og þá er ég að auka líkurnar marktækt á að þetta verði framkvæmt. Er það ekki annars?
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Ég held að það sé kominn tími á grillveislu á næstunni til að létta lundina og hittast öll saman:) Verðum í sambandi.
Garún
Garún (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.