Jæja, þá er fríið runnið upp þó það sé búið að hringja í mig þrisvar úr vinnunni að spyrja um ýmsa hluti. Hófum fríið á föstudaginn í húsdýragarðinum þar sem foreldrafélag leikskólans hélt sumarhátíð. Þar sáum við leikverkið Sigga og skessan í fjallinu sem Stoppleikhópurinn flytur. Við Valgerður vorum reyndar búin að sjá þetta áður og ekki batnaði blessað verkið við endurflutninginn. Hulda hafði þokkalega gaman af þessu framan af en fór svo að leiðast þar sem þetta er heldur langdregið fyrir þriggja ára stubba. Mín skoðun? Ég ætla að nota rétt minn til að viðra skoðanir mínar og svona eru þær: Ég hefði frekar tuggið álpappír í hálftíma en að horfa á þetta ágæta leikrit. Sorrí maður, svona er þetta. Við fengum svo grillaðar pylsur og tilheyrandi, skoðuðum dýrin og tókum svo strætó heim.
Helgin hefur gengið þó í rólegheitunum og langt í frá að maður hafi náð þeirri afkastasemi sem stóð til að hafa í fríinu. Ég er þó ekki jafnslæm og eldri dóttirin sem er ekki enn búin að taka upp úr töskunum, viku eftir að hún kom heim. Og eitthvað er ég búin að þvo af þvotti í dag sem þó inniheldur lítið af plöggum téðrar dóttur. Keyptum okkur borð á svalirnar í gær og að sjálfsögðu er alls ekki veður til að vera úti á svölum. Þetta er svona gamaldags íslenskt sumar, ískalt.
Í tilefni Jónsmessunnar útbjuggum við svona berjasnafs sem er eftir uppskrift sænsku matardívunnar Tinu Nordström. Ég hef séð þessa ágætu konu í sænska sjónvarpinu af og til og svo hjá BBC. Maður bókstaflega slefar yfir sjónvarpinu þegar hún er að störfum svo ég mæli eindregið með henni. Það var að vísu ekki lifandi leið að finna sólber á þessum árstíma en mér skilst að systir mín ætli að láta mig hafa doldið af berjum í haust þegar hún fær sín sólber. Við notuðum brómber í staðinn og verknaðurinn að troða berjunum ofan í vodkaflöskuna var með því spaugilegra sem ég hef gert lengi, sérstaklega þar sem maður þurfti að hlusta á brandara bóndans um kúk í formalíni og þess háttar grín. Svo var þetta smakkað á laugardagskvöldið og þetta var verulega fínt. Mjög elegant bragð af þessu og kom mér vægast sagt mjög á óvart. Þannig að ykkur er óhætt að prófa, bara ganga hægt um gleðinnar dyr þar sem þetta er pjúra vodka.
Jú, á laugardaginn var borðað grillkjöt frá Pottagöldrum. Frekar slakt kjöt falið í helling af grænu kryddi sem fuðraði upp utan á kjötinu. Þetta er ekki Pottagöldrum til sóma sem annars framleiða ágætis krydd. Það kvöldið var mestmegnis borðað af salati og grænmeti þannig að Danski kúrinn hélt óvart innreið sína á heimilið. Hann verður ekki við lýði í kvöld þar sem hinar sígildu pylsur verða í matinn.
Hafið það gott og hvernig væri að vígja gestabókina einhvern tímann fyrst ég er með svoleiðis í fyrsta sinn?
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.