Bíóhelgin mikla

Ég er búin að liggja í myndaglápi frá því á föstudag.  Þá settist fjölskyldan niður og horfði loksins á Little Miss Sunshine.  Frábær mynd - alveg frábær.  Svo sá ég Elling í sjónvarpinu, var búin að sjá hana áður, en hún er líka tær snilld.  Entist meira að segja yfir henni til enda.  Gærdagurinn var þó ekki nýttur í sjónvarpsgláp, við tókum til og svo skruppum við Siggi í grill til Gaflaranna.  Vaknaði svo klukkan níu í morgun,  ekkert hægt að kúra því krullhausinn rauk snemma á fætur.  Þá var náttúrlega ekki annað hægt en að horfa á The Devil Wears Prada. Svo var Cats and Dogs mallandi í bakgrunninum á meðan undirrituð lá í sófanum og las.  Þetta eru meiriháttar afrek fyrir manneskju sem nær oftast ekki að horfa á heila mynd í einu.  Það eru engin stórkostleg verk á dagskrá það sem eftir lifir dags, nema að elda lax með lime sósu, mat sem mig er búið að dreyma um alla vikuna.  Helga systir sagði mér frá þessari sósu, við höfum gert hana einu sinni og hún er frábær.  Þið finnið hana hérna.   Nú er ég búin að hugsa of mikið um mat, orðið órótt og verð að fara í kalda sturtu til að jafna mig.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það litla sem ég sá af Elling var bara frekar fyndið! Sérstaklega það var kennt honum á síma og hann notaði þennan nýfundnan hæfileika til þess að hringja í rauðu línunar! Ég held að ég þarf að finna mér tíma til þess að horfa hana út í gegn!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 12:52

2 identicon

Mér fannst best þegar þau fóru öll saman í sumarbústaðinn og Kjell Bjarne þurfti að fá lánaðar brækur hjá Elling og stóð svo úti í vatni að skrúbba litla vininn. Alveg í sjokki að hann væri ekki að sofa í herbergi með Elling. Þessi mynd er alveg brandari.

Ég held að það séu fáar myndir sem toppa Little Miss Sunshine. Ég hélt að ég myndi deyja úr hlátri yfir dansatriðinu sem afi hennar kenndi henni. Maður vissi ekki hvort að maður ætti að hlæja eða gráta. En þvílík ádeila á þessar blessuðu fegurðasamkeppnir barna - það ætti að banna þetta.

Kveðja,

Guðrún Björk

Garún (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband