Ég notaði síðasta sumarleyfisdaginn minn núna á föstudaginn þar sem leikskólinn hennar Huldu var lokaður. En það hefur ekki verið neitt sérstaklega mikið um frí þar sem tíminn hefur verið notaður í allra handa tiltekt, tilfæringar, þvott og fleira gaman. Gerði meira að segja svona sjaldgæfa hluti eins og að þrífa örbylgjuofninn, kaffivélina og síðast en ekki síst, hreinsa út af hörðu diskunum á gömlu tölvunni. Hugmyndin er sú að hún nýtist í netbrúk og leiki og mín fái að sinna alvarlegri verkefnum (eins og Sims 2 og þ.h. - grín). En þetta er búið að vera þrælskemmtilegt og alltaf gaman að finna fullt af dóti sem má henda. Ég er sko ekki hætt!
Hulda fór í Njarðvík í gær og fékk huggulegt bleikt hjól og hjálm hjá Helgu og Stefáni. Þar sem varla er þúfa til að detta um þarna á Suðurnesjunum er náttúrlega tilvalið að hún hjóli þar, annað en hér uppi á heiðum þar sem hægt er að detta upp og niður um allar brekkur. Það stendur upp á Huldu Katrínu og Guðrúnu að blogga um hvernig hjólreiðatúrarnir gengu.
En tíminn nýttist vel á meðan Hulda var í burtu og við enduðum sprettinn á að elda sítrónukjúkling sem var gríðarlega góður. Stelpurnar komu svo með Hulduna steinsofandi og henni var plantað í rúmið hvar hún lúrði hálfan sólarhring. Systurnar fengu svo lögg (eða laggir!) af rauðvíni og voru í banastuði og gaman að hitta þær.
Núna er Hulda komin í pils og fín föt og er allra stúlkna fínust. Til að styðja við pjattrófuna erum við að fara að setja upp fínan spegil úr IKEA inni hjá henni sem er með hólfum fyrir hárbursta, og fleira fallegt svo unga konan geti dáðst að sér. Við eigum í talsverðum vanda við að klippa táneglurnar hennar, henni finnst þetta erfitt og æpir að það sé verið að skemma hana. Þetta er þriggja manna verk og við erum öll með verki í handleggjum eftir aðgerðina því barnið er nautsterkt. Við höfum reynt að gera þetta þegar hún er sofandi en barnið virðist hafa ofurskynjun í fótunum og sparkar og jafnvel vaknar þegar þetta er reynt, sama hversu fast hún virðist sofa. Allar ábendingar eru vel þegnar, ég hins vegar ætla að fara að leita að eða útbúa svona félagshæfnisögu um tánaglaklippingar í þeirri von að það hjálpi.
Flokkur: Bloggar | 22.4.2007 | 14:24 (breytt kl. 14:26) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og vonum að veröldin velti sér á betri hliðina fyrir okkur öll. Sérstakar sumarkveðjur fyrir litla snót á bleiku hjóli.
Auður og Helgi í Sri Lanka (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.