Hluti af barnæskunni, unglingsárunum og fullorðinsárunum hvarf í dag þegar brann í miðbænum. Mikil eftirsjá af þessum húsum. Í þessum húsum eignaðist ég "skvísuföt" 13 ára, keypti ófáar plötur, borðaði í fyrsta sinn á ævinni nautasteik "bleu", verslaði ditten og datten í litlu bókabúðinni sem var þarna og fyrir utan að heimsækja stöku sinnum þá skemmtistaði sem voru þarna. Reyndar hefði verið kominn tími á að gera þessi hús myndarlega upp, svona á svipaðan hátt og hefur verið gert í Aðalstræti en við vonum bara að fólk hafi söguna í heiðri þegar endurbyggingin hefst.
Í öðrum fréttum þá eignaðist stórfjölskyldan bíl í dag. Samsorta hinum gamla en nýrri árgerð, kraftmeiri og plássmeiri. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerðist það í byrjun mánaðar að klesst var aftan á okkur þar sem við vorum kyrrstæð á ljósum, okkar bíll kastaðist á næsta bíl fyrir framan og við urðum áleggið í samloku tveggja jeppa. Gamli bíllinn var talinn of laskaður og aldurhniginn til að það borgaði sig að gera við hann svo hann var greiddur út. Hvorug dætranna var með og við getum verið þakklát fyrir það en við sjálf fengum hinn hefðbundna hálshnykk og eymsli eftir öryggisbelti. En nýji bíllinn er snotur, svo mikið er víst.
Svo skrapp Valgerður í Debenhams og keypti sér flík. Kvaðst hafa gert kostakaup því viðkomandi plagg var á niðursettu verði, átti að kosta 4.690 kr. en fékkst á 1.300,- Þegar ég fór að skoða miðana sá ég að þetta var merkt sem skemmd vara - á ensku - og stóð að saumspretta væri á flíkinni og ætti að gefa 10% afslátt - á ensku. Saumsprettan var þarna, dóttirin lagaði hana, en mergurinn málsins er sá að þessi vara var aldrei í almennri sölu í búðinni. Hún er flutt inn sem útsöluvara og seld sem slík. Þannig að íslenska "upprunalega" verðmerkingin hefur aldrei átt við rök að styðjast. Ég hafði nefnileg nokkrum sinnum velt fyrir mér að maður sá stundum kynlegar flíkur í búðinni sem ég hafði ekki séð í sölu fyrir útsölu. Einhvern veginn hélt ég að nóg væri til af útsöludóti hérna án þess að það væri flutt sérstaklega inn?
Ég man eftir að í "Men in Black" þá æpir einn ofurákafur drengur: "We're the best of the best of the best. SIR!" Við getum þá sagt: "We get the rest of the rest of the rest. SIR!"
Flokkur: Bloggar | 18.4.2007 | 20:28 (breytt kl. 20:30) | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 22469
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Myndaalbúm
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Missir sennilega af síðustu vikum tímabilsins
- Hjartnæm skilaboð Jürgens Klopps
- Karlar: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum
- Frábær endurkoma í stórsigri KR-inga (myndskeið)
- Konur: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum
- Áfram líklegt að markvörðurinn yfirgefi Manchester
- Eiður Smári: Þá var ég bara vinna fyrir sjónvarpið
- Stjarnan stal sigrinum í blálokin (myndskeið)
- Skemmtilegt svar við stríðni Liverpool-mannsins
- Valur gekk á lagið í seinni hálfleik (myndskeið)
Athugasemdir
Til hamingju með nýja bílinn. Er þetta Rav eða fólksbíll?
Já það er erfitt að horfa eftir húsunum í miðbænum. Stór hluti lífsins fór fram í miðbænum og því þessi hús hluti af þeim. Það er huggun harmi gegn, að nú ætla þeir að flytja Zimsen hálfa leið aftur inn í miðbæinn eða í grófina.
Ástarkveðjur til dætranna og ykkar sjálfra frá Suður Asíu
Auður og Helgi í Sri Lanka (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 08:04
Til hamingju með nýju drossíuna, hlakka til að berja hana augum. Ég er sammála með þessi blessuðu hús en ég held að með uppbyggingu á þessu horni ætti að taka fyrsta skrefið í að efla miðbæinn. Alls staðar annars staðar í heiminum eru miðbæir þar sem er líf og fjör, skemmtilegar verslanir og veitingastaðir. Það vantar svo sem ekki hér en þegar maður röltir um miðbæinn hér þá sér maður fleiri róna en fólk sem vill njóta miðbæjarins öðruvísi en kóffullt.
Kveðja,
Guðrún Björk
Garún (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.