Pestargemlingar einir í kotinu

Hyacinth

Eins og kom fram í síðustu færslu þá er Valgerður farin til Svíþjóðar og rétt áðan var Hulda Ólafía að fara upp á Þingvelli í fylgd vaskra meðlima Hulduhersins.  Ég er semsagt ein heima, Siggi í vinnunni en jú, kötturinn er enn hérna.  Það sem helst hefur sett svip á vikuna fyrir utan ferðir Valgerðar, eru veikindi fjölskyldumeðlima.  Hulda byrjaði í síðustu viku og var alveg ómöguleg alla Hvítasunnuhelgina.  Og af því að ungfrú þriggja ára hefur einstakt yndi af því að kyssa foreldra sína blautum kossum beint á munninn þá kom röðin að mér að vera lasin á þriðjudaginn og Siggi svo á miðvikudaginn.  Því miður er ég bara ekki enn orðin góð og sit hér og fitla við tölvuna á meðan verkjataflan mín er að virka.  Svo er hugmyndin að tína örlítið til í kotinu eftir róðarí vikunnar og gera svo eitthvað skemmtilegra.

Lágum í eymd okkar upp í sófa í gærkvöldi og horfðum á The Aristocrats hjá myndasölu Skjásins.  Vissi ekki mikið um myndina og hafði aldrei heyrt brandarann en þetta var mjög skemmtilegt.  Mæli eindregið með þessu en viðkvæmir ættu að forðast myndina.

Nágrannakona mín sem býr hér á móti var svo dugleg í morgun, þreif planið fyrir utan hjá sér með einhverri djöflamaskínu, setti sumarblóm í potta og gerði allt svo huggulegt.  Af hverju get ég ekki verið svona dugleg?  Sit hérna eins og ræfill með illt í hálsinum og hausnum og á ekki einu sinni almennilegt plan.  Búhú...  Þið hafið væntanlega heyrt frasann: "Keeping up with the Joneses..."  Eða bara "Keeping up appearances"  En þá þarf ég að eignast rósóttan kjól og fjólubláan hatt.   Ættingjar og vinir verða svo að skipa sér sjálfir í viðeigandi hlutverk.

Já, og svona að lokum.  Fann þennan link á síðunni hennar Valgerðar.  Nokkuð gott fyrir heilsuna að horfa á hann....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant ekki vera Rose - gamla druslan:) Það er spurning hver tekur að sér að vera Onslow!!!

Garún (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband