Lagið hans Stefáns

Þegar Siggi var úti í Köln fyrr í vetur keypti hann þennan disk og kom með heim.  Við höfum aldrei átt disk með Grappelli sjálfum, bara heyrt í honum í samhengi við Django Reinhardt svo það var kominn tími á að skoða manninn betur.  Sumir eldsúrir djassmenn á netinu halda því fram að þetta sé ekki "alvöru" djass, bara nostalgía, en við hlustum ekki á svoleiðis tuðara.  En "nýja" uppáhaldslagið mitt er þetta og einnig er hægt að heyra á þessum disk hið stórgóða lag "Oh by Jingo" sem Bertie Wooster tók svo eftirminnilega í Jeeves og Wooster þáttunum.  Ég hef reyndar gríðarlega gaman af öllu sem tengist þessum tíma, hönnuninni, tónlistinni og tíðarandanum.  Kannski var ég að bauka eitthvað þarna í fyrra lífi?  Eða kannski ég var bara sléttuindíáni eins og annar hver andlega sinnaður Íslendingur var í fyrra lífi, sérstaklega um 1988.Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hulda fékk þann heiður að kaupa í matinn í gær! Það var bent á eða rétt henni þá hluti sem átti að kaupa, sem var látið í litlu körfuna með glöðu geði! Hún henti öll draslinu líka á búðarborðið og lét manninn fá kort til þess að geta borgað fyrir hlutina! Þetta fannst Huldu algjört sport!! En mest sportið var að hjálpa mér í eldhúsinu,,svaka stuð að búa til kjötbollur!! En hún hafði engan áhuga á þvi að borða þær!!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband