Maður lifandi hvað þetta var stressandi mánuður. Eins og Omron mælirinn minn getur vitnað um (hann er nebblega með minni) er blóðþrýstingurinn í hærri kantinum þessa dagana. Ég kenni um langvarandi svefnleysi, stressi og 111 meðferð á Þórdísum. En mars er að verða búinn og páskavikan að byrja. Skattskýrslan var kláruð í gær og Þórhildur þurfti ekki að gera sér sérferð í Kópavoginn til að hjálpa mér heldur var með svona fjaraðstoð í síma og tölvu. Takk fyrir það!
Sumir kúnnanna í vinnunni haga sér merkilegt nokk eins og jólin séu að koma og þurfa afskaplega mikið á hlutunum sínum að halda fyrir páska og því miður þá viðra sumir líka fýluskapið sem ég hélt að væri almennt bara bundið við desember. En kosturinn við havaríið sem hefur gengið yfir hérna að maður tekur ekkert nærri sér ergelsi annarra, gerir það sem maður getur og ef það er ekki nóg þá er það bara þeirra vandamál. Eins er ég tiltölulega ónæm fyrir stjórnmála og álversumræðum og held ég spenni mig ekki upp yfir svoleiðis heldur. Sýnist vera alveg nóg af fólki til að sjá um þá hlið mála án þess að ég fari að pressa upp þrýstinginn fyrir slíkt hjal. Ég er búin að ákveða hvað ég kýs í vor, byggi það á fjögurra ára reynslu og svo ágætis minni fyrir stjórnmálasögunni en ekki á kosningaauglýsingum.
Ég held að það sé kominn tími á að gera eitthvað skemmtilegt. Hvað haldið þið?
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmislegt áhugavert
- Auður AkureyrarAuður
- Birta og Helgi Danmerkurgengið
- Guðrún Björk Garún, Garún
- Hulda Katrín Eldri krullhausinn
- Valgerður Dóttirin
- Guðrún Mary Seltjarnarnesdaman
- Björninn Bjössi bekkjarbróðir
- Hörður Myndasmiður Myndirnar hans Harðar
- Vinnan Mitt daglega starf
- Drawn Krotarablogg
- Cartoon Brew Hreyfimyndablogg
- Autism Diva Donna Williams
- IllustrationMundo Krotarar alheimsins
Athugasemdir
Mér finnst kominn tími á eitthvað skemmtilegt.
Mér finnst reyndar alltaf tími kominn á að gera eitthvað skemmtilegt. Fer bara eftir því hvort tíminn er til.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.