Banka og skuldapælingar

Hér er ansi merkileg grein sem ég fann á BBC.  Væntanlega eru aðstæður eitthvað mismunandi á milli landa en engum dylst þó að skuldir almennings hafa hraðaukist á síðustu misserum.

Hvað segja viðskipta, rekstar og bankamennirnir í fjölskyldunni um þessi mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú ekki alveg hvernig á að svara þessu en það er náttúrulega hárétt að því meira sem fólk skuldar því meira græða bankarnir á vaxtatekjum og þóknunum. En á móti kemur þá virkar þetta einnig á hinn veginn, því meira sem fólk skuldar þá aukast líkurnar á því að bankinn muni tapa gríðarlegum fjárhæðum í afskrifuðum skuldum. Þarna á milli er hárfín lína sem bankinn verður að finna en í gegnum tíðina þá hafa bankarnir fengið stóra skelli eftir hagvaxtartímabil nú síðast fyrir rúmum fimm árum. Þá er spurning hvernig þetta þenslutímabil endar (ég held að það styttist í skell:()
En ég held líka að fólk verði að bera ábyrgð á sjálfum sér. Bankar eru þjónustufyrirtæki sem eru að selja til að halda sjálfum sér gangandi en ekki góðgerðarstofnanir sem hafa forsjárhyggju fyrir kúnnum sínum. Ég held að hver og einn verði að ákveða sitt eigið fjárhagslegt þol áður en farið er út í miklar lánsfjármagnanir en ég verð að viðurkenna að það er mér stundum alveg óútskýranlegt hvernig fólk getur tekið á sig tugí milljóna króna húsnæðislána og keyra þar að auki um á Toyota Landcruiser!!!!
Kveðja,
Garún

Garún (IP-tala skráð) 5.6.2006 kl. 13:50

2 identicon

Hver er sinn gæfusmiður og er ekki hægt að kenna einhverjum öðrum um sitt eyðsluæði. Við systurnar höfum reyndar alltaf verið ansi öðru vísi er varðar fjármál og höfum við alltaf átt einhverja varasjóði. Ég held reyndar að það sé þannig að við vitum hvað getum leyft okkur og erum innan þess ramma. Ætlum við sé ekki bara vel aldnar upp :)
KV. Þórhildur

Þórhildur (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband