Smá skjálfti...

Dagurinn í dag hefur farið í prívatrólegheit hjá okkur Huldu.  Við vorum úti að þvælast í fast að tvo tíma hér síðdegis, löbbuðum um nágrennið, Hulda mokaði og svo fórum við út á róló þar sem Hulda fór tæplega milljón ferðir í löngu rennibrautinni.  Svo lék Hulda við tvær mismunandi stelpur og við fórum svo aftur heim að moka og slúðra við nágrannana.  Valgerður var hins vegar að vinna á móti hjá Breiðabliki og kom heim fyrir svona klukkutíma og er steinsofandi í sófanum.

Fréttum í gær að það er að koma röðin að Huldu á greiningarstöðinni, kemst að fyrstu vikuna í júlí.  Það var ekki laust við að blessuð hjónin fengju smá backflash og skjálfta við þær fréttir, eins órökrétt og það er því það er auðvitað bara verið að grafast fyrir um hvað er í gangi hjá stubbinum og reyna að hjálpa henni.  En það er að sjálfsögðu stór pakki að vera veginn og metinn og (vonandi ekki) léttvægur fundinn.  Og eins og frænkurnar bentu svo réttilega á í gær, þá væri þetta ansi óþægilegt ef maður ætti sjálfur að fara í svona greiningu.  En þegar við fyrst fengum þær fréttir í haust að ástæða væri til að athuga barnið frekar þá voru nokkrar vikur og jafnvel mánuðir þar sem okkur leið hreint ekki vel.  Það útskýrir kannski skortinn á jólakortum kæru bræður og systur í frysti!  En við erum hér ennþá og Hulda líka, öll saman, og munum taka því sem að höndum ber eins og víkingum sæmir!

Þeir sem vilja fréttir af kettinum, þá gengur honum afskaplega vel að samlagast heimilinu.  Hann fær að skreppa út að frílista sig á kvöldin og er orðin mikið til bumbulaus.  Samt er hann enn jafnþungur og hann var þegar hann kom og fær núna að borða tvisvar á dag svo hann er ekki sveltur.  Og þessi sómaköttur leggur aldrei kló á smábarnið þótt hann fái oft ansi óblíða meðferð hjá henni.  Gentle giant eða hvað?  Fjölskyldan er sammála um að þetta sé gæðaköttur, einn af þeim bestu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kötturinn hlítur bara að vera að safna vöðvum! Þeir eru nú þyngri en fita! Hulda Ólafía á eftir að spjara sig fínt!! Það verður gott að fá að vita bestu lausnina til þess að ýta undir orðaforðann hjá henni,,hún hefur nú farið að tala miklu meira en hún gerði! Þrátt fyrir hún að er ekki mikið fyrir það að tala,,þá er hún alltaf sama krúsídúllan!!
Kveðja
Stóra Huldan

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 22:31

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þakka kærlega hlý orð um stubbinn. Við þurfum á þeim að halda. Afsakið hvað ég er melódramatísk.

Þórdís Guðmundsdóttir, 4.6.2006 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
Áráttukrotari og úthverfabúi

Færsluflokkar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nota bene

Veður

Click for Reykjavik, Iceland Forecast

Nýjustu myndir

  • orchid-07
  • Svo þetta
  • Fyrst kom þetta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband